Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

3. ágúst 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 624

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1606505 – Kaldárselsvegur J1, breyting

      Níels Hannesson og Lára Magnúsdóttir sækja 29.06.16 um að endurbyggja og stækka sumarhús samkvæmt teikningum Haraldar Ingvarssonar dags.28.06.16. Nýjar teikningar bárust 5.7.2016. Nýjar teikningar bárust 29.07.2016.

      Þormóður vék af fundi. Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1511273 – Norðurhella 5,breyting á lóð

      Tæki.is sækir 24.11.15 um breytingu á framhlið og lóð samkvæmt teikningum Halldórs Hannessonar dag.05.10.15
      Nýjar teikningar bárust 29.1.2016
      Nýjar teikningar bárust 16.3.2016

      athugasemdir varðandi bílastæði

    • 1607482 – Austurgata 3, sólskáli

      Áslaug Hlíf Servo Jensdóttir sækir 27.07.2016 um leyfi fyrir byggingu sólskála samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 26.07.2016.

      Vísað til skipulagsfullrúa

    • 1606240 – Hnoðravellir 8a,8b og 10 byggingarleyfi

      Nýjar teikningar bárust 02.08.2016

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1607276 – Hjallahraun 11, byggingarleyfi, eitt rými

      Lagðar eru inn teikningar af breytingu innra skipulags.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1608021 – Skútahraun 4, dagsektir

      Við Skútahraun 4 hafa lóðarhafar sett lausamuni inn á bæjarland og tekið úr jarðveg til að stækka athafnarsvæði sitt. Ekki er heimild fyrir slíku

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eigenda sem eru 20.000 kr á dag frá og með 1 ágúst 2016 í samræmi við 56 gr. laga um mannvirki nr 160/2010.

    • 1608020 – Skútahraun 2a, dagsektir

      Við Skútahraun 2a hafa lóðarhafar sett lausamuni inn á bæjarland og tekið úr jarðveg til að stækka athafnarsvæði sitt. Ekki er heimild fyrir slíku

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eigenda sem eru 20.000 kr á dag frá og með 1 ágúst 2016 í samræmi við 56 gr. laga um mannvirki nr 160/2010.

    • 1608019 – Austurgata 43, dagsektir

      Austurgata 43, er skráð fokhelt í fasteignaskrá Íslands, búið er í húsinu, ítrekað verið að biðja um úrbætur síðan 2011 og ekkert gengið.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja á dagsektir á eigenda, dagsektir eru 20.000 kr á dag frá og með 1 ágúst 2016 í samræmi við 56. gr laga um mannvirki nr. 160/2010

    • 1607318 – Tjarnarbraut 29,breyting iðnaðarhúss í íbúðarhúsnæði

      Algimantas Cesiulis kt.3009552159 sækir þann 20.07.16 um leyfi fyrir að breyta iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði samkvæmt teikningum frá Jóni M Halldórssyni byggingafræðing kt. 091162-3509.

      Gögn ófullnægjandi

    • 1512026 – Svalbarð 15, íbúð 0001, umsókn um byggingarleyfi

      Sótt er um leyfi fyrir byggingu sólskála í kjallaraíbúð á norðvestur hlið hússins skv. teikningum Svövu Bjarkar Jónsdóttur dags. 1.12.2015
      Nýjar teikningar bárust 9.12.2015 og undirskriftir nágranna.
      Nýjar teikningar 16.12.15. Ný skráningartafla bárust 06.01.2016.
      Nýjar teikningar bárusr 3.2.2016, erindið grenndarkynnt

      Erindið grenndarkynnt, engar athugasemdir bárust. Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

Ábendingagátt