Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

10. ágúst 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 625

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1607160 – Trönuhraun 1, breyting

   Tekið fyrir að nýju.
   North Investment sækir 12.07.16 um að breyta innra skipulagi á 3.hæð samkvæmt teikningum Odds Kr. Finnbjarnarsonar dags.07.07.2016. Nýjar teikningar bárust 26.07.2016. Greinargerð lagnahönnuðar barst 8.8.2016

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr 160/2010

  • 1608135 – Melabraut 21, dagsektir 2 hæð

   Efri hæð að Melabraut 21 er enn skráð á byggingarstig 1, síðan 1998. Ekkert fasteignamat né brunabótamat er á eigninni.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda sem eru 20.000 kr á dag frá og með 8.08.2016 í samræmi við 56. gr laga um mannvirki nr. 160/2010

  • 1608152 – Stapahraun 7, dagsektir

   Búið er að byggja á milli tveggja matshluta, þetta er ekki samkvæmt samþykktum teikningum eða þinglýstum eignaskiptasamning.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda sem eru 20.000 kr á dag frá og með 8.08.2016 í samræmi við 56. gr laga um mannvirki nr. 160/2010

  • 1608018 – Tjarnarvellir 11 og 9, fyrirspurn

   RA 6 ehf leggur 3.08.2016 fram fyrirspurn um möguleika á léttu húsi úr limtré og samlokueiningum til 2-3 ára skv. teikningu Sigurðar Einarssonar.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

  • 1608131 – Þrúðvangur 10, breyting

   Hilmar Rafn Einarsson sækir þann 2.8. 2016 um að fá reyndarteikningar samþykktar.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr 160/2010

  • 1608132 – Hlíðarás 28, fyrirspurn

   Jóhann Ögri Elvarsson leggur þann 9.8. 2016 inn fyrirspurn um að bæta við innkeyrslu og bílastæðiog ofangreindri lóð.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúar synjar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

  • 1608129 – Einivellir 1, byggingarleyfi

   Dverghamrar ehf. sækja 09.08.16 um að byggja fjölbýlishús samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar 19.07.16. Stimpill slökkviliðs er á teikningum.

   Afgreiðslu frestað þar sem gögn eru ófullnægjandi.

  • 1607218 – Reykjavíkurvegur 66, breyting á eignahluta

   Tekið fyrir að nýju.
   Ágúst Böðvarsson sækir 14.07.2016 um að skipta eigninni 0102 upp í 3 eignir samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 20.06.2016.
   Nýjar teikningar bárust 08.08.2016.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr 160/2010

  • 1608156 – Þrúðvangur 8, fyrirspurn um bílastæði

   Ívar J. Arndal leggur 10.08.16 fram fyrirspurn um að gera auka bílastæði, sjá afstöðumynd.

   Tekið er jákvætt í erindið, gera þarf samt grein fyrir frágangi bílastæðis með tilliti til hæðarmunar á lóð/götu/göngustígs.

  • 1608153 – Dvergur, Lækjargötu 2, Legosýning

   Lagt fram erindi Guttorms Þorfinnssonar dags. 29. júlí 2019 þar sem óskað er eftir að hafa lego-sýningu í húsnæði Dvergs eða sambærilegu, í 4-6mánuði.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til bæjarráðs.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1608127 – Brekkuás 4, land í fóstur

   Lagt fram erindi Þórs Jóhannssonar sent í tölvupósti 26.7.2016 þar sem óskað er eftir að taka land í fóstur við lóðina Brekkuási 4 eins og meðfylgjandi gögn sýna.

   Skipulags- og byggingarfulltrúar heimila að þetta land verði tekið í fóstur í samráði við umhverfis- og skipulagsþjónustu og í samræmi við þær reglur sem gilda um slíkar spildur. Aspir eru þó ekki heimilaðar.

  • 1608078 – Thorsplan, vegan festival

   Arna Haraldsdóttir f.h. samtaka grænmetisæta á Íslandi óskar eftir því í tölvupósti dags. 4. ágúst 2016 að fá að grilla mat og selja á Thorsplani laugardaginn 13. ágúst í tengslum við Lifandi laugardag sem verður í miðbæ Hafnarfjarðar á sama tíma. Grillað verður frá 14-16.

   Byggingarfulltrúi heimilar uppsetningu grilla á Thorsplani.

  • 1608157 – Hlíðarás 37, lóðarmörk

   Borist hefur ábending um að lóðarmörk á milli Hlíðaráss 37 og 35 séu óljós. Veggur sem þarna er sé ekki réttur og flái sem tilheyrir lóð nr. 35 nái inná lóð nr. 37. Útfærslan sé auk þess ekki í samræmi við samþykktar byggingarnefndarteikningar.

   Byggingarfulltrúi samþykkir að senda mælingamann á staðinn til þess að staðsetja lóðarmörk.

Ábendingagátt