Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

24. ágúst 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 627

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

   Nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir breytingu á gatnagerð, sem kallar á 2 ný gatnanöfn. Lagt er til að önnur gatan fái nafnið Brenniskarð þar sem áður var Bergsskarð, til vinstri frá Hádegistorgi, og hins vegar Geislaskarð sem áður var Apalskarð til hægri frá Hádegistorgi.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið

  • 1210097 – Fléttuvellir 35, hlaðinn veggur á lóðarmörkum.

   Tekið fyrir að nýju en árið 2013 var eigenda Fléttuvalla 35 synjað um að hafa hlaðinn steinvegg á lóðamörkum, lóðar/götu, var honum gert að fjarlægja steinvegginn sem ekki hefur verið gert.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að Fléttuvöllum 35, sem eru 20.000 kr á dag frá og með 24.08.2016 í samræmi við 56. gr laga um mannvirki nr. 160/2010, þar sem eigandi hefur ekki sinnt erindinu frá 2013.

  • 1608405 – Glitvellir 24, reyndarteikningar

   Einar Dagfinnur Klemensson kt.100680-4679 leggur þann 19.08.2016 inn reyndarteikningar.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

  • 1608418 – Hnoðravellir 28 breyting á áður samþykktum teikningum

   Haghús ehf kt 5609033320 sækir þann 19.08.16 um leyfi til að v.yta áður samþ. teikningum samk, teikningu frá Jóni Hrafni Hlöðversyni. byggtingarfræðingi dags. 18.07.16

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1511273 – Norðurhella 5, breyting á lóð

   Tekið fyrir að nýju.
   Tæki.is sækir 24.11.15 um breytingu á framhlið og lóð samkvæmt teikningum Halldórs Hannessonar dag.05.10.15
   Nýjar teikningar bárust 29.1.2016
   Nýjar teikningar bárust 16.3.2016
   Nýjar teikningar bárust 18.08.2016

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

  • 1608716 – Stekkjarhvammur 64, dagsektir, 0101 ólöglegur pallur og skjólveggur

   Við Stekkjarhvamm er búið að gera sólpall og skjólveggi án tilskilinna leyfa, eiganda 0101 var sent bréf þess efnis og hann ekki brugðist við því.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eigenda 0101 að Stekkjarhvammir 64, sem er 20.000kr á dag frá og með 24.08.2016 í samræmi við 56.gr laga um mannvirki nr. 120/2010, þar sem eigandi hefur ekki lagt inn gögn og sótt um leyfi fyrir sólpall og skjólvegg.

  • 1606028 – Lækjarberg 30, breyting

   Tekið fyrir að nýju.
   Magnús Magnússon sækir 1.6.2016 um breytingar innanhúss og viðbyggingu skv. teikningum T.ark dags. 1.6.2016. Nýjar teikningar bárust 23.06.2016. Teikningar bárust 28.06.16 Nýjar teikningar bárust 30.06.16.
   Erindið var grenndarkynnt, engar athugasemdir bárust.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

  • 1608298 – Flatahraun 13, breyting

   Festi fasteignir ehf sækir 17.08.16 um breytingar vegna athugasemda v/ lokaúttektar samkvæmt teikningum G.Odds Víðisonar dags.01.06.16 Uppfærður texti brunahönnuðar og brunaskýrsla fylgja með.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

  • 1608396 – Þrúðvangur 8, viðbótarbílastæði, byggingaleyfi

   Ívar J Arndal sækir 18.08.16 um viðbótarbílastæði á lóð. samkvæmt teikningum Karl-Erik Rocksén dag.18.08.16. Nýjar teikningar bárust 23.08.2016.

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1608555 – Linnetsstígur, stígur að lóð 9b

   Umhverfis- og skipulagsþjónusta óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna stígs á bæjarlandi að Linnetsstíg 9b.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir framkvæmdaleyfi vegna stígs samanber 13 gr. laga nr. 123/2010

  • 1606481 – Krókahraun 2, bílskúr

   Margeir Sveinsson sækir 27.06.16 um ósk um endurnýjun bílskúrsréttar með breyttri staðsetningu (sjá meðf. gögn). Samþykki fyrir mögulegum öðrum bílskúr við hliðina á síðari stigum (tvöfaldur bílskúr). Betri skýring kæmi með teikningu á síðari stigum og að undangegnu samþykki.

   Vísað til skipulags- og byggingarráðs þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu.

  • 1608200 – Hraunhvammur 4, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

   Anna Lilja Sigurðurdóttir leggur 11.8.2016 inn fyrirspurn varðandi hækkun á þaki og 2 kvista hvoru megin á ofangreinda húseign.
   Lögð fram umsögn skipulagsdeildar.

   Tekið er neikvætt í erindið með hliðsjón af umsögn skipulagsfulltrúa dagsett 19.08.2016

  • 1608295 – Selvogsgata 12, fyrirspurn

   Gunnar Agnarsson leggur fram 17.08.16 fyrirspurn um að breyta deilisskipulagi til að byggja íbúðar ris með kvistum í samræmi við umhverfið. Samkvæmt teikningum og skissum frá Gísla Gunnarssyni.

   Með vísan til hverfisverndar er umsækjanda bent á að leita eftir umsögn frá Minjastofnun Íslands vegna fyrirhugaðra breytinga.

Ábendingagátt