Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

7. september 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 629

Mætt til fundar

 • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Sigurður Steinar Jónsson
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1608828 – Selhella 5, byggingarleyfi

   Pallaleigan Stoð ehf sækir 31.08.2016 um breytingu innanhús samkvæmt teikningum Brynjars Einarssonar dags 10.05.2016. Umsókninni fylgir brunahönnun í tvíriti.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010.

  • 1608396 – Þrúðvangur 8, viðbótarbílastæði, byggingaleyfi

   Ívar J Arndal sækir 18.08.16 um viðbótarbílastæði á lóð. samkvæmt teikningum karl-Erik Rocksén dag.18.08.16. Nýjar teikningar bárust 23.08.2016.Nýjar teikningar bárust 31.08.16.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010.

  • 1609051 – Kaldárselsvegur J1, umsókn um niðurrif hluta húss

   Níels Hannessson sækir þann 2. september um leyfi til að rífa hluta frístundahússins sem á að endurbyggja skv. samþykktum teikningum Arkitekta dags. 8.8.2016.

   Bggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við mannvirkjalög nr. 160/2010. Sækja þarf um úttekt að niðurrifi loknu.

  • 16011463 – Hvaleyrarbraut 24, breyting

   Starrahæð ehf. sækir 29.1.2016 um breytingar á húsi, sjá meðfylgjandi gögn.Teikningar unnar af Guðna Pálssyni dagsettar 7.1.2016.Stimpill frá SHS barst 01.02.2016 ásamt gögnum.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010.

  • 1404330 – Kvistavellir 45, breyting

   Verkþing ehf sækir 23.04.14 um að breyta þaki í eins halla, klætt með tjörupappa. Minniháttarbreyting á gluggum og ný skráningartafla samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dags. 15.04.2014 Nýjar teikningar 6.9.2016.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010.

  • 1608824 – Klukkuvellir 1, byggingarleyfi, svalalokun

   Sótt er 31.08.2016 um leyfi fyrir svalaskýli á íbúðasvalir við íbúð 0403 samkvæmt teikningum Gunnars Pálls Kristinssonar dags. 22.08.2016.

   Byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1608821 – Skipalón 1, 0302 svalalokun

   Steingrímur Árnason sækir um svalalokun íbúð 302, 30.08.16.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010.Sbr.heildarsamþykki dags. 26.05.2016 fyrir svalalokun fyrir Skipalón 1.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1608834 – Hverfisgata 4b, fyrirspurn

   Guðjón Steinar Garðarsson leggur inn fyrirspurn 29.08.2016 um breytingu á lóðamörkum á Hverfisgötu 4b og 6b.

   Byggingarfulltrúi vísar málinu til Skipulags- og byggingarráðs.

  • 1608295 – Selvogsgata 12, fyrirspurn

   Lögð er fram fyrirspurn um stækkun hússins við Selvogsgötu 12 í samræmi við innsendar teikningar.

   Byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið. Sjá meðfylgjandi umsagnir frá Minjastofnun Íslands og Byggðasafni Hafnarfjarðar.

  • 1608718 – Álfaskeið 43-45 fyrirspurn, svalir

   Vignir Skúlason leggur inn fyrirspurn 24.08.2016 varðandi svalir á 2.hæð hússsins á Álfaskeiði 43-45.

   Byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið.Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  C-hluti erindi endursend

  • 1608814 – Álfaskeið 16, breyting,viðbygging

   Gísli Jónsson sækir um leyfi 30.08.2016 á áður samþykktum teikningum á viðbyggingu, breyting úr sólstofu í gróðurhús.

   Byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1609021 – Hnoðravellir 35-37-39, byggingarleyfi

   Byggingarfélagið x sækir 01.09.16 um byggingarleyfa fyrir Hnoðravalla 35-37-39 samkvæmt teikningum Sigurbjartar Halldórssonar dag.01.09.16

   Byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt