Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

21. september 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 631

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1609466 – Berghella 2, dagsektir, lokaúttekt ókláruð

      Berghella 2 er skráð fokhelt þrátt fyrir að vera í notkun, húsið ótryggt. Ekki hefur farið fram lokaúttekt.
      Eiganda var ítrekað sent bréf þess efnis og ekki hefur verið brugðist við því.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda og byggingarstjóra. Dagsektir eru 20.000kr á dag frá og með 1 okt. 2016 í samræmi við 56. gr. laga um mannvirki nr.160/2010.

    • 1609511 – Suðurgata, bílastæði, gámar vegna gagnaveituverkefnis

      Ljósleiðir ehf óska eftir leyfi til að setja gáma og hafa aðstöðu á bílastæði Suðurgötu 44, á meðan á gagnaveituverki stendur.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir stöðuleyfi fyrir aðstöðu á meðan á framkvæmd stendur eða til 1.5..2017 með fyrirvara verði eigin seld fyrir þann tíma. Staðsetning skal vera í samráði við byggingarfulltrúa.

    • 1604373 – Norðurhella 7, umsókn um byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju.
      Tæki.is sækir 18.04.2016 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Halldórs Hannessonar dagsettar 12.apríl 2016.
      Nýjar teikningar bárust nr.1 til 5. skráningartöflu ekki breytt dags 13.09.16. Skráningartafla barst 14.09.16

      Afgreiðslu fresta, gögn ófullnægjandi

    • 1604132 – Lónsbraut 6, breyting á innra skipulagi

      Lögð fram umsókn Húsfélagsins Lónsbraut 6 ehf dags. 6.4. 2016 um breytingar á innra skipulagi ofangreindrar lóðar.
      Nýjar teikningar bárust 15.09.2016 með stimpli brunahönnuðar.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi

    • 1609500 – Flatahraun 5a, breyting á útgönguleið

      Blikaás ehf sækir 20.09.16 um að breyta neyðarútgangi á bakhlið hússins samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags.07.09.16

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi

    • 1609445 – Teigabyggð 5, breyting

      Björgvin Bjarnason og Halla Þórisdóttir sækja 19.09.16 um að setja þak yfir bílskúr, aðalinngangi breytt, eldhús stækkað og sett hurð út í garð frá bílskúr samkvæmt teikningum Vigfúsar Halldórssonar dags. 31.08.16

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt