Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

9. nóvember 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 637

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1611044 – Gjáhella 11, breyting

      Járn og Blikk ehf sækir um 03.11.16 um að breyta brunahönnun samkvæmt teikningum Vigfúsar Halldórssonar dags. 11.11.12

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1611033 – Gjáhella 4, geymslusvæði

      Héðinn hf sækir 3.11.2016 um leyfi fyrir geymslusvæði á lóð fyrir vinnu-og verkfæragámum samkvæmt teikningum Helga Más Halldórsonar. dags. 10.10.2007. Svæðið er notað til geymslu á gámum fyrirtækisins milli þess sem þeir eru í notkun í verkefnum á landsbyggðinni eða erlendis.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1611029 – Norðurhella 15, breyting,hurð

      Selið fasteignafélag ehf sækir 02.11.16 um að bæta við hurð í rými 0111 samkvæmt teikningum Jón Þór Þorvaldsson dags. 08.04.16

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1611037 – Íshella 10, geymslusvæði

      Héðinsnaust ehf sækir 3.10.2016 um leyfi fyrir geymslusvæði á lóð fyrir vinnu og verkfæragámum samkvæmt teikningum Helga Más Haldórssonar dags. 14.10.2013. Svæðið er notað til geymslu á gámum fyrirtækissins milli þess sem þeir eru í notkun í verkefnum á landsbyggðinni eða erlendis.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1608767 – Jólaþorp 2016

      Berglind Guðmundsdóttir óskar f.h. jólaþorpsnefndar eftir stöðuleyfi fyrir söluvagna og söluskúra á Thorsplani og Strandgötu eins og meðfylgjandi uppdráttur sýnir. Jólaþorpið verður sett upp vikuna fyrir aðventu og tekið niður fyrir áramótin.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 0806122 – Selvogsgata 3, steyptur veggur við stíg

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 29.5.2013 var samþykkt að steyptur yrði upp veggur í stígshæð frá Selvogsgötu að leikvelli.

      Afreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að gefa út formlegt framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdanna samanber 13. gr. skipulagslaga 123/2010

    • 1611111 – Ljósleiðaralögn frá Álhellu yfir í tengivirki Landsnets við Hamranes

      Með bréfi dags. 17.10.2016 óska Orkufjarskipti eftir framkvæmdaleyfi fyrir lögn ljósleiðararörs,samkvæmt meðfylgjandi gögnum m.a yfirlýsingu landeigenda dags. 04.10.2016.

      Afgreisðlufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið og formlegt framkvæmdaleyfi verður gefið út vegna framkvæmdanna samanber 13. gr. skipulagslaga 123/2010.

    • 1611089 – Hjallahraun 4, breytt notkun

      Hjallahraun 4 ehf leggur inn fyrirspurn dags. 2.11.2016 um breytta notkun á 2. hæð iðnaðarhúss á lóðinni Hjallahraun 4.
      Skipta rýminu í 4 litlar íbúðir til útleigu sem gistirými.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið með hliðsjón af umsögn arkitekts.

    • 1611014 – Kirkjuvegur 8b, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Lagt fram fyrirspurn Jóhanns Bjarna Kjartansson dags. 1. 11. 2016 varðandi niðurbrot á burðarveggjum, hvort húsið sé friðað og hvort megi byggja bílskúr við ofangreindra húseign.
      Lögð fram umsögn arkitekts dags. 7. nóvember 2016

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í fyrirspurnina eins og hún liggur fyrir en vísar í ábendingar í umsögn arkitekts.

    • 1611001 – Hraunhvammur 4, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Lög fram fyrirspurn Önnu Lilju Sigurðardóttur dags. 30. október 2016 um heimild til að hækka þak hússins.
      Lögð fram umsögn arkitekts dags. 7. nóvember 2016.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í fyrirspurnina eins og hún liggur fyrir en vísar í ábendingar í umsögn arkitekts.

    • 1611009 – Ölduslóð 38 - P stæði

      María Albertsdóttir sækir 01.11.16 um merkt P- stæði á Öldugötu 38.
      Lögð fram umsögn arkitekts dags. 8. nóvember 2016.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjar erindinu með hliðsjón af umsögn arkitekts.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1611110 – Thorsplan, auglýsing fyrir Kvikmyndaskóla Íslands.

      Nína Björk Gunnarsdóttir óskar eftir í tölvupósti dags. 7.11. 2016 að fá leyfi til að gera auglýsingu við Thorsplan þann 19. nóvember nk.fyrir Kvikmyndaskóla Íslands. Takan tekur 4 tíma.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið en benda á að hafa þarf samband við Ishmael R David á umhverfis- og skipulagsþjónustu ef um götulokanir er að ræða.

Ábendingagátt