Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

16. nóvember 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 638

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1611077 – Strandgata 53,glugga skipti

   Hafnarfjarðarbær sækir 07.11.16 um leyfi til að skipta um glugga í félagsheimilinu Strandgötu 53. Samkvæmt teikningum Bjarna Snæbjörnssonar dag.27.10.16

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

  • 1610006 – Fjarðargata 11, breyting á 4.hæð

   Gísli Torfason sækir 03.11.16 um að breyta skrifstofuhúsnæði á 4.hæð í íbúð samkvæmt teikningum Sigurþórs Aðalsteinssonar dags. 15.09.16 Nýjar teikningar bárust 07.10.2016.
   Nýjar teikningar bárust 14.11.16

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010. Skila þarf inn nýrri eignaskiptayfirlýsingu.

  • 1611025 – Breiðvangur 18-22,svalalaokun b-flokkur

   Húsfélagið Breiðvangi 18-22 sækir 02.11.16 um að setja upp svalaloku b- flokkur samkvæmt teikningum Kristjáns Bjarnasonar dags.01.10.
   Nýjar teikningar bárust með stimpli frá slökkviliði Höfuðborgarsvæðis 11.11.16

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

  • 1610262 – Fjarðargata 13-15,breyting innréttinga mhl.01

   Faxar ehf leggur 18.10.16 inn umsókn um breytingar á innréttingum samkvæmt teikningum Jóhannesar Þórðarsonar dag.17.10.16. Nýjar teikningar bárust 10.11.2016.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

  • 1611101 – Hvaleyrarbraut 24, breyting á brunahönnun

   Starrahæð ehf sækir 08.11.16 um að breyta brunnahönnun samkvæmt teikningum Guðna Pálssonar dags. 06.01.16

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

  • 1610410 – Einivellir 3, breyting

   Dverghamar ehf sækir 27.10.16 um breytingu á lofth. í kjallara og fleira á áður samþykktum teikningum. Samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dag.25.10.16

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

Ábendingagátt