Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Hlíf Ingibjörnsdóttir leggur 25.11.16 inn reyndarteikningar samkvæmt teikningum Arnhildar Pálmadóttur dags. 23.11.16
Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.
Lómur ehf leggur 22.11.16 inn teikningar af að milliloft í einingu 0107 farið og veggur færður inn á teikningu einnig eldvörn undir milliloft samkvæmt teikningum Ágústs Þórðarssonar dags.15.11.16
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, þar sem m2 breytast, þá þarf að gera nýja eignaskiptayfirlýsingu.
Dyr ehf leggur 01.12.16 inn fyrirspurn með ósk um leyfi til að innrétta vínveitingastað samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dag.29.11.16
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir og Jón Anton Speigt sækja 30.11.16 um að breyta innra skipulagi á rishæð samkvæmt teikningum Hauks Ásgeirssonar dags.27.11.16
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010
Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas sækja 05.12.16 um að byggja nýjan bikbirgðartank BT02 samkvæmt teikningum
Skák ehf. sækir 30.09.2016 um leyfi fyrir við-nýbyggingu samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarssonar dags. 30.09.2016. Nýjar teikningar með stimpli slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins bárust 3.11.2016. Nyjar teikningar með stimpli slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins bárust 01.12.2016.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs þar sem erindið samræmist ekki deiliskipulagi.
Tekið fyrir að nýju. Kaffibrennsla Hafnarfjarðar ehf sækir 14.04.16 um að fá leyfi til að stækka aðstöðu fyrirtækisins. Stækkun framleiðsluhluta mhl.02. Breyting Vöruskemmu mhl.01 og bygging nýs vöruhúss mhl.03 samkvæmt teikningum Ívars Örns Guðmundsonar dag.11.04.16. Deiliskipulag af svæðinu var samþykkt og birt í B deild í stjórnartíðindum.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 169/2010.
Hafnarfjarðarbær sækir með umsókn dags. 6.12.2016 um að reisa vegg að lóðarmörkum Skúlaskeiðis 42.
Hlynur Einarsson sækir 07.12.16 um leyfi fyrir sólpalli á Stekkjahvammi 64 samkvæmt teikningum Guðmundur Hreinsson dag.05.12.2016
Einar Hilmarsson og Heiðrún Erla Guðbjörnsdóttir sækja 30.11.16 um að breyta eldhúsi,baðherbergi og að saga úr vegg í eldhúsi samkvæmt teikningum Helga Hafliðassonar dags. 23.11.16
Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Guðmarsson f.h. Björgunarsveitar Hafnarfjarðar sækir um með tölvupósti dags. 07.janúar 2016 að fá að staðsetja skilti vegna jólatrjáa- og flugeldasölu skv. meðfylgjandi gögnum. Skiltin verða sett upp 7. desember nk. og verða tekin niður 7. janúar 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið að því tilskyldu að skiltin verði tekin niður eftir þrettándann, og að þau trufli ekki umferð og að tryggilega verði gengið frá þeim gagnvart vindi og veðrum. Hafnarfjarðarbær ber enga ábyrð á skaða sem hljótast kann af þeim sökum. Eins skal leita eftir umsögn Vegagerðarinnar varðandi skilti á svæðum í þeirra umsjá.
Árið 2010 sagði byggingarstjóri sig af verkinu, eigandi fékk bréf þess efnis að það þyrfti að stöðva framkvæmdir, ekki hefur verið skáður nýr byggingarstjóri, en efri hæðin er tekin í notkun. Eiganda hefur verið sent bréf þessa efnis og ekki brugðist við.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að Fagrabergi 44, þar sem ekki hefur verið ráðinn nýr byggingarstjóri og framkvæmdir gerðar í leyfisleysi. Dagsektir eru 20.000 kr. á dag frá og með 20.12.2016 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki.
Á lóð hefur verið reist girðing, og skúrar í leyfisleysi á lóðarmörkum, eiganda var sent bréf þess efnis og ekki hefur verið brugðist við því
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja á dagsektir á eiganda að Fögrukinn 11, þar sem girðing og hús hefur verið reist á lóðarmörkum án leyfis eða samráðs við aðliggjandi lóðarhafa. Dagsektir eru 20.000 kr. á dag frá og með 20.12.2016 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki.
Húsið er skráð á byggingarstig 2 (sem þýðir undirstöður eru fullgerðar), en hefur verið tekið í notkun, húsið er ekki brunatryggt. Eiganda hefur verið sent bréf þessa efnis og ekki brugðist við.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja á dagsektir á eiganda að Álfhellu 6, þar sem húsið hefur ekki verið skráð á rétt byggingarstig. Dagsektir eru 20.000 kr. á dag frá og með 20.12.2016 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki.