Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

14. desember 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 642

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1612143 – Kirkjuvellir 8a og b, umsókn um eigin úttektir

      Hjálmar R. Hafsteinsson sækir 07.12.16 um eigin úttektir byggingarstjóra á Kirkjuvöllum 8a og b.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að byggingarstjóri fái að gera eigin úttektir í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Steyptar burðarplötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um úttekt þeirra.

    • 1611380 – Hverfisgata 50, reyndarteikning

      Eftirfarandi erindi tekið fyrir að nýju.
      Hlíf Ingibjörnsdóttir leggur 25.11.16 inn reyndarteikningar samkvæmt teikningum Arnhildar Pálmadóttur dags. 23.11.16.Nýjar teikningar bárust 13.12.16

      Byggingarfulltrúi samþykki erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1611104 – Hraunbrún 19, sólstofa á neðri hæð.

      Guðjón Jóhannsson sækir 08.11.16 um að byggja sólstofu úr timbri og gleri á steyptum undirstöðum samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 07.11.16
      Nýjar teikningar bárust 06..12.16.

      Byggingarfulltrúi samþykki erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1611354 – Garðavegur 13, viðbygging

      Birkir Marteinsson og Halla S. Sigurðardóttir sækja 24.11.16 um að byggja viðbyggingu samkvæmt teikningum Olgu Guðrúnu Sigfúsdóttur dags.22.11.16
      Nýjar teikningar bárust 05.12.16.
      Nýjar teikningar bárust 12.12.16

      Byggingarfulltrúi samþykki erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1611453 – Ásvellir 1, íþróttasalur 2

      Hafnarfjarðarbær sækir 30.11.16 um að byggja íþróttasal tengdan eldra húsi og tiheyrandi stoðrými. Nýjar svalir í eldri sal og breytt notkun í nokkrum rýmum samkvæmt teikningum Helga Más Halldórssonar dags. 04.11.16

      Afgreiðslu frestað, vantar skilmálateikningu.

    • 1612106 – Berghella 1, reyndarteikningar

      Gámaþjónustan leggur 06.12.16 inn reyndarteikningar af þremur byggingum sem að tilheyra Berghellu 1.Efnamóttaka 08.Þvottastöð 09 og Varðskýli samkvæmt teikningum Jóhanns Kristinssonar dags. 14.08.14

      Afgreiðslu frestað, óskað eftir að gert sé betur grein fyrir breytingum, skila inn afstöðumynd þar sem skýrt koma fram matshlutar á lóð.

    • 1611374 – Skútahraun 9a, breyting á norðurenda.

      Hamravellr ehf sækja 25.11.16 um að setja upp hrávinnsluaðstöðu í norðurenda samkvæmt teikningum Kristjáns Bjarnasonar dags.20.11.16.
      12.12.16 Nýjar teikningar bárust með stimpli frá Slökkviliðinu.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1609021 – Hnoðravellir 35-37-39, byggingarleyfi

      Eftirfarandi erindi tekið fyrir að nýju.
      Byggingarfélagið X sækir 01.09.16 um að byggja raðhús samkvæmt teikningum Sigurbjartar Halldórssonar dag.01.09.16
      Nýjar teikningar bárust 16.09.16.
      Nýjar teikningar bárust 04.10.16.
      Nýjar teikningar bárust 17.10.16.
      Nýjar teikningar bárust 31.10.16.
      Nýjar teiknignar bárust 14.11.16.
      Nýjar trikningar bárust 30.11.16
      Nýjar teikningar bárust 13.12.16

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi, vantar stimpil shs.

    • 1612207 – Álfaskeið 76, dagsektir vegna gáms í óleyfi íbúð 0403.

      Gámur er á lóð númer 76 við Álfaskeiði, ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir honum. Eigandi 0403 á þennan gám og honum hefur verið sent bréf og ekki var brugðist við því.

      Afgreiðslufundur skipulags og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda íbúðar 0403, þar sem hann er með gám í leyfisleysi á lóðinni. Dagsektir eru 20.000 kr á dag frá og með 21 des 2016. í samræmi við 56. gr laga um mannvirki. Eiganda hefur verið sent bréf vegna þessa og ekki brugðist við.

    • 1612211 – Kaplahraun 8, dagsektir, bil 0102,gámur tengdur húsi

      Búið er að tengja gám við hús, sem ekki leyfilegt. Eiganda var sent bréf þess efnis og hefur hann ekki brugðist við

      Afgreiðslufundur skipulags og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda rýmis 0102, þar sem hann er með gám tengdan við húsið, ekki er leyfi fyrir slíku. Dagsektir eru 20.000 kr á dag frá og með 21 des 2016. í samræmi við 56. gr laga um mannvirki. Eiganda hefur verið sent bréf vegna þessa og ekki brugðist við.

    • 1612230 – Suðurhella 6,dagsektir, rými 0110, vegna millilofts

      Eigandi mhl 0110, er búin að gera milliloft í rýmið, án tilskilinna leyfa, einnig hefur hann opnað hurð inn í sameign á efri hæð sem er ekki hans sameign. Eiganda var sent bréf þess efnis og hefur hann ekki brugðist við

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykki að leggja dagsektir á eiganda rýmis 0110 við Suðurhellu 6, þar sem eigandi hefur gert milliloft í rýminu án tilskilinna leyfa. Dagsektir eru 20.000 kr á dag frá og með 20 des 2016. í samræmi við 56. gr laga um mannvirki. Eiganda hefur verið sent bréf þess efnis og ekki brugðist við.

Ábendingagátt