Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

28. desember 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 644

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1611237 – Óseyrarbraut 8 til 14, bráðabirgðabygging

      Stólpi Gámar ehf sækja 16.11.16 um að setja upp til bráðabirgða 240m2 dúktjaldsbyggingu með stálburðarvirki og 84m2 blikkgeymslu samkvæmt teikningum Kjartans Rafnssonar.

      Afreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjar erindinu þar sem dúktjaldsbygging er utan byggingarreits.

    • 1612097 – Reykjavíkurvegur 1, dagsektir lausamunir á lóð

      Á lóðinni Reykjavíkurvegur 1 hefur safnast mikið af lausamunum, sófasett, dekk, timbur og fleira, eigandi hefur ítrekað fengið bréf og ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að Reykjavíkurvegi 1, mikið af lausamunum hefur safnast á lóðinni, miklar kvartanir borist. Bréf sent 2010, 2015 og 2016. Dagsektir lagðar á samkvæmt 56.gr. laga um mannvirki 160/2010. 20.000 kr á dag frá og með 10 janúar 2017

Ábendingagátt