Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

11. janúar 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 646

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1607151 – Skútahraun 6, byggingarleyfi, umsókn felld niður

      Öryggisfjarskipti ehf f.h. Neyðarlínunnar óskar eftir með tölvupósti dags. 15.12.2016 að draga umsókn sína um byggingarleyfi tilbaka sem samþykkt var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 26.10.2016. Einnig að álögð gjöld verði bakfærð.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa staðfestir erindið.

    • 1610440 – Krókahraun 2, klæðning úti

      Húsf.Krókahrauni 2 sækir 31.10.16 um leyfi til að klæða hluta útveggjar með sléttri álklæðningu með steinullareinangrun undir.Samkvæmt teikningum Björgvins Ó.Sigurðssonar dag.30.08.16. Nýjar teikningar bárust 06.01.16

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1701087 – Fjarðargata 11, breyting á innra skipulagi

      Gísli Torfason sækir 06.01.2017 um að breyta innra skipulagi á 4. hæð samkvæmt teikningum Sveinbjörns Hinrikssonar dags. 06.01.17

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1612314 – Helluhraun 14, umsókn um byggingarleyfi, breyting

      Starfsmannafélag Hafnarfjarðar sækir með umsókn dags. 16.12.2016 um að breyta iðnaðarrými í skrifstofurými skv. teikningum Svanlaugs Sveinsson dags. í des. 2016

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

Ábendingagátt