Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

18. janúar 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 647

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1612374 – dagsektir, stöðuleyfi fyrir gáma

      Þeir aðilar sem hafa gáma á lóðum sínum, en hafa ekki sótt um stöðuleyfi sbr. 2.6.1 gr í byggingarreglugerðinni 112/2012, ber að sækja um stöðueyfi eða fjarlægja gámana. Eigendum hefur verið sent bréf vegna þessa máls og ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á aðila sem hafa gáma á lóðum án stöðuleyfis. Dagsektir eru 20.000kr á dag í samræmi við 56.gr laga um mannvirki 160/2010. Dagsektir verða lagðar á frá og með 10. febrúar 2017

    • 1701134 – Reykjanesbraut, brú, byggingarleyfi

      Vegagerðin sækir með bréfi dags. 9.1. 2017 um leyfi til að byggja akstursbrú á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1701267 – Fífuvellir 20, geymsluskúr

      Stefán Laufdal Gíslason og Sædís Alda Búadóttir sækja þann 17.1.2017 um að hafa geymsluskúr sem er 15 fermetrar. Skúrinn er ekki áfastur við húsið og hefur verið þarna síðan 2005. Engar teikningar fylgja með.
      Samþykki nágranna á Fífuvöllum 18 fylgir með.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1701235 – Drekavellir 4, breyting, glerskálar

      Ólafur Erlendsson og Íslandsbanki sækja 16.01.2017 um breytingu á glerskálunum. Í staðinn fyrir að burðarvirki var úr limtré í áður sammþykktum teikningum er það nú úr áli.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1611232 – Steinhella 14, breyting á innraskipulagi

      JDÓ ehf sækir 16.11.16 um að breyta innra skipulagi og flóttaleiðum samkvæmt teikningum Davíðs Karls Karlssonar dags. 15.01.2007

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1612236 – Sólvangsvegur 2, byggingarleyfi, hjúkrunarheimili

      Hafnarfjarðarbær sækir 15.12.16 um að byggja hjúkrunarheimili samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags.09.12.16.
      Nýjar teikningar og brunahönnun bárust 18.01.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindi í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

Ábendingagátt