Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

1. febrúar 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 648

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1701477 – Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar, vegamót við Krýsuvík, mislæg gatnamót, framkvæmdaleyfi, umsókn

      Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi til byggingar mislægra vegamóta á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar með bréfi dags. 19 jan. 2017 ásamt fylgiskjölum.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til 15. gr. skipulagslaga 123/20010 og bréfs vegagerðarinnar dags. 19.01.2017.

    • 1611133 – Bjarkavellir 3, leikskóli reyndarteikningar

      Hafnarfjarðarbær leggur 11.11.16 inn reyndarteikningar af leikskólanum Bjarkalundi samkvæmt teikningurm Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dags. 25.11.14
      Nýjar teikningar bárust 23.01.17

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1701295 – Selhella 4, fyrirspurn

      Tómas Ellert Tómasson gerir fyrirspurn með tölvupósti dags. 19.12017 um heimild til að byggja hús skv. fyrirspurnarteikningum daGS. 15.1.2017.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30.1.2017.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í fyrirspurnina með hliðsjón af umsögn skipulagsfulltrúa.

    • 1701384 – Hellisgata 21, breyting, bílastæði

      Anton Örn Gunnarsson sækir 24.01.2016 um breytingar á bílastæði samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 13.01.2017. Bílastæði 01-04 minnkað, bílastæði 01-05 teiknað, tröppum breytt.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjar erindinu eins og það liggur fyrir.

    • 1701271 – Selhella 9, breytingar

      Vesturkantur ehf leggur 18.01.17 inn reyndarteikningar með ýmsum smábreytingum samkvæmt teikningum Guðlaugs Jónassonar dags.13.07.06. stimpill slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits er á teikningu.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1702084 – Melabraut 20, dagsektir vegna gáma án stöðuleyfis

      Á lóðinni eru gámar sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir eiganda var sent bréf þess efnis og hefur ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að Melabraut 20, vegna gáma á lóðinni, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, eiganda hefur verið sent bréf en ekki brugðist við, dagsektir verða lagðar á frá og með 10 feb.2017 og eru 20.000 kr á dag í samræmi við 56 gr. laga um mannvirki 160/2010

Ábendingagátt