Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

15. febrúar 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 649

Mætt til fundar

  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1702184 – Fjóluvellir 7,reyndarteiknigar

      Sigurjón Valberg Jónsson leggur 08.02.2017 inn reyndarteikingar dags. 8.2.02017 teiknaðar af Sigurður Þorvarðarsonar f.h. STH teiknistofunar.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið í samræmi við 13 gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1608555 – Linnetsstígur, stígur að 9b

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti á fundi sínum þann 24.08. s.l., framkvæmdaleyfi vegna stígs frá Linnetsstíg að Linnetsstíg 9b. samanber 13 gr. laga nr. 123/2010.
      Með bréfi dags. 07.09. 2016, kærðu eigendur Linnetsstíg 9a, áðurnefnt framkvæmdaleyfi. ÚUA féllst á rök kærenda samanber bréf frá 25.10.2016.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum 01.11.2016 að stígur frá Linnetsstíg að Linnetsstíg 9b, samanber tillögu að mæliblaði dags. 12. 2013 með seinni tíma breytingum, yrði grenndarkynntur með vísan til 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga. Grenndarkynning fór fram frá 12.01.2017-13.02.2017. Engar athugasemdir bárust.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir framkvæmdaleyfi vegna stígs í samræmi við 13 gr. laga nr. 123/2010.

    • 1702165 – Einivellir 1, byggingarleyfi, breyting

      Dverghamrar ehf sækja 6.2. 2017 um breytingar á áður samþykktum teikningum. Um er að ræða breytingar á útfærslu svala og innra skipulagi s.k. endaíbúða skv. teikningum Jón Guðmundssonar breytt 30-1-2017.

      Afgreiðslufundur skipulag- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið í samræmi við 13 gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1702260 – Álfaskeið 59,fyrirspurn, aukaíbúð

      Lögð fram fyrirspurn Smára Kristinssonar dags 26.1.2017 send í tölvupósti um heimild til að breyta þakformi og innrétta þakíbúð við Álfaskeið 59 skv. ódags. skissum umsækjanda.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15.2.2017.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið með hliðsjón af umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15.2.2017.

    • 1610414 – Kirkjuvegur 11b,byggingarleyfi

      Jónína Hjördís Gunnarsdóttir,sækir um leyfi fyrir vinnustofu (endurbyggður þvottaskúr) á baklóð, áður gerðum breytingum á íbúðarhúsi og gerð tveggja bílastæða á lóð. samkvæmt teikningum Þorgeirs Þorgeirssonar. dagsettar 01.12.16.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindu í grenndarkynningu í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1702123 – Miðvangur 41,breyting,mhl 01-05

      Aðalsteinn Halldórsson og Stefán F. Halldórsson sækja um leyfi til að breyta notkun verslunarrýmis á jarðhæð(1. hæð) að Miðvanfi 41 í íbúð samkvæmt teikningu Ívars Haukssona verkfræðings dags. 3.2.2017.
      Einnig lagðar fram athugasemdir byggingarfulltrúa dags. 14.02.2017.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa synjar erindinu með vísan til gr. 6.7.4 lið b í byggingarreglugerð 112/2012.

    • 1701693 – Austurgata 21, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn Guðjóns Rafnssonar dags. 30.1.2017 um
      hvort heimilt sé að bæta við útidyrahurð á 1. hæð til vesturs að Austurgötunni. Hurðin er til samræmis við fyrra útlit hússins. Samhliða verður innra skipulagi 1. hæðar breytt skv. uppdrætti dags. 30.1.2017.

      Afgreiðslu frestað, ekki liggur fyrir álit Minjastofnunar Íslands en húsið er byggt fyrir 1925.

    • 1701236 – Grandatröð 12, fyrirspurn

      H-berg leggur fram fyrirspurn dags. 5.1. 2017 um að fá að byggja viðbyggingu við húsið að vestan um 10 metra.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6.2. 2017.

      Afgreiðslu frestað með hliðsjón af athugasemdum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 06.02.2017.

    • 1701659 – Berghella 2, breyting

      Stekkur ehf sækir með umsókn dags. 17.1. 2017 um breytt aðgengi að lóðinni, útbúa nýtt inn- og útkeyrsluhlið og girða lóðina með 2 m hárri girðingu skv. teikningum Gunnars Valdimarssonar dags. 10.1.2017.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6.2.2017.

      Afgreiðslu frestað með hliðsjón af athugasemdum sem fram koma í minnisblaði skipulagsfulltrúa dags. 06.02.2017.

    • 1701045 – Reykjavíkurvegur 72, breyting innanhúss

      Norðurey ehf. sækir 04.01.2017 um að breyta innra fyrirkomulagi samkvæmt teikningu Ívars Haukssonar 02.01.2017 Nýjar teikningar bárust 31.01.17.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt