Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

22. febrúar 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 650

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1605323 – Norðurhella 9, breyting, gistiheimili.

   Mótandi ehf. sækir 18.5.2016 um leyfi til að byggja 16 eininga gistiheimili samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 11.5.216. Húsið er steinsteypt á hefðbundinn hátt einangrað og klætt að utanverðu. Nýjar teikningar bárust 15.12.2016.
   Nýjar teikningar bárust 09.01.17
   Nýjar teiknignar bárust 16.01.17
   Nýjar teikningar bárust 10.02.17

   Afgreisðlu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1611101 – Hvaleyrarbraut 24, breyting á brunahönnun

   Tekið fyrir að nýju erindi Starrahæðar ehf sækir 08.11.16 um að breyta brunnahönnun samkvæmt teikningum Guðna Pálssonar dags. 06.01.16.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1702287 – Stuðlaskarð 1, fyrirspurn

   Lögð fram fyrirspurn Byggingarfélags Gylfa og Gunnars (Bygg hf) dags. 15.2.2017 um hvort leyft verði að breyta byggingarefni að utan, þ.e. timbur í steinda áferð.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  C-hluti erindi endursend

  • 1702234 – Gjáhella 3, byggingarleyfi, stálgrindarhús

   Selið fasteignafélag ehf. sækir 14.02.2017 um að byggja stálgrindarhús samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 07.12.2016. Stimplill Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins er á teikningum (09.02.2017).

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi

Ábendingagátt