Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

12. apríl 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 656

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1604132 – Lónsbraut 6, breyting á innra skipulagi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Húsfélagsins Lónsbraut 6 ehf dags. 6.4. 2016 um breytingar á innra skipulagi ofangreindrar lóðar.
      Nýjar teikningar bárust 15.09.2016 með stimpli brunahönnuðar.
      Nýjar teikningar bárust 30.01.17

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1703308 – Trönuhraun 8, byggingarleyfi, 2 hæð í bakhúsi

      Tekið fyfir að nýju erindi Stoðar ehf. dags. 20.03.2017 um leyfi fyrir 2 hæð í bakhúsi, breytingu innanhúsi, svölum og hringstiga samkvæmt teikningum Grétars Markússonar dags. 13.02.2017. Umsókninni fylgir greinagerð um val og hönnun brunavarna. Nýjar teikningar bárust 3.4.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1704052 – Fléttuvellir 11, klæðning utanhúss

      Guðrún Þorhalla Helgadóttir sækir um þann 5. apríl 2017 leyfir til að klæða alla útveggi með sléttri álklæðningu. Skv. uppdráttum Reynis Kristjánsonar, dags. 4.apríl 2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1703574 – Trönuhraun 10, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

      Áshildur Palsdóttir leggur inn fyrirspurn dags. 31.2.2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi ofangreindrar lóðar skv. Guðmundar Þórs Guðmundssonar/Atla Erlendssonar dags. 8.3.2012.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1703017 – Flugvellir 1, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju erindi Iceeignir ehf dags. 19. 2. 2017 um að byggja viðbygginu vestan við núverandi byggingu. Viðbygging hýsir flugherma og æfingasal.
      Nýjar teikningar bárust 17.03.2017 með stimpli slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins. Nýjar teikningar og greinagerð um val og hönnun brunavarna bárust 22.03.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir teikningar af viðbyggingu flughermis (annar áfangi), sem kemur við vesturhlið núverandi húss, í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1307176 – Breiðvangur 46, nýtt byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju erindi Ómars Inga Bragasonar dags. 17.07.13 um leyfi fyrir fækkun innveggja, nýjum glugga í herbergi og að handrið svala breytist úr timburhandriði í steypt handrið. Samkv teikningum Ivons Stefáns Cilia dagsettar 11.07.13. Nýjar teikningar bárust 03.09.2013.
      Nýjar teikningar bárust 16.02.17
      Undirskrift með samþykkir nágranna barst 16.02.17. Nýjar teikningar varðandi lokaúttekt bárust 29.03.2017.Nýjar teikningar bárust 10.04.2017 í tvíriti.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

Ábendingagátt