Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

3. maí 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 658

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1703140 – Austurgata 12, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju.
      Fiskveiðihlutafélagið Venus sækir 09.03.2017 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 24.11.2016. Um er að ræða færslu á gömlu timburhúsi sem stendur við Austurgötu 12 ásamt því að endurbyggja húsið í upprunalegri mynd með kjallara. Nýjar teikingar bárust 04.04.2017 ásamt gátlista vegna aðaluppdráttar og áliti Minjastofnunar.
      Nýjar teikningar bárust 21.04.2017 og viðbót við lýsingu fyrri umsóknar um að gera lóðamörk milli Austurgötu 12 og Strandgötu 11 sunnar en í gildandi skipulagi. Einnig er sótt um að kjallari nái út fyrir byggingarreit undir hluta núverandi bílskurs samkvæmt teikningum Sigurðar Harðarsonar dags. 24.11.2016.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1704505 – Sólvangsvegur 2, heilsugæslan, byggingarleyfi, breyting

      Ríkiseignir leggja inn umsókn dags. 26.4.2017 um breytingar á þaki og loftræstirými skv. teikningum Gils Guðmundssonar dags. 27.3.2017.
      Samþykki Hafnarfjarðarbæjar sem meðeiganda liggur fyrir.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1704428 – Bjarkavellir 1 a,b,c og d, nýjar lóðateikningar

      Valhús ehf. kt. 451104-2709, leggur inn umsókn á breytingum á lóðaruppdráttum Bjarkavöllum 1a, b,c, og d samkvæmt teikningum Þráins Haukssonar, dagsettum 21. 4. 2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1704436 – Lónsbraut 54, byggingaleyfi fyrir bátaskyli

      Thorco ehf sækir þann 26.4.2017 um byggingaleyfi fyrir bátaskyli að Lónsbraut 52 samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar, dagsettum 26.4.2017.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1704403 – Reykjavíkurvegur 78, mhl 2 hús E, breyting innanhúss

      Actavis ptc, sækir um leyfi til breytinga á innra skipulagi að hluta í núverandi lyfjaverksmiðju í húsi E sem verður að þróunarsetri lyfjaframleiðslu samkvæmt teiknngum Baldurs Ólafs Svavarssonar dags. 28.2.2017. Brunahönnun fylgir í 2 riti.

      Afgeiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1609572 – Flatahraun 3, breyting inni

      Tekið fyrir að nýju.
      Verkalýðsfélagið Hlíf sækir 23.09.2016 um breytingu innanhús (setja upp kennslustofur), samkvæmt teikningum Þorsteins Haraldssonar dags. 10.09.2016.
      Nýjar teikningar frá Þorsteini Haraldssyni, dagsettar 6.3.2017 bárust þann 26.4.2017.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1704504 – Smyrlahraun, bílastæði

      Lagt fram erindi Þóru Kristínar Gunnarsdóttur sent í tölvupósti 21. mars 2017 varðandi bílastæðamál við Smyrlahraun.
      Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 3.5.2017.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki aðalskipulagi.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1705024 – Krýsuvíkurvegur, nýtt hringtorg við Ásbraut og Hellnahraun, umsókn um framkvæmdarleyfi

      Hafnarfjarðarbær í samvinnu við Vegagerðina sækir með bréfi dags. 2. maí 2017 um framkvæmdaleyfi til að byggja hringtorg á Krýsuvíkurvegi með tengingum við Klukkutorg og Hellnahraun II/III.
      Framkvæmdin er í samræmi við deiliskipulagði Hellnahraun 2. áfangi – breyting á deiliskipulagi frá 2015.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir framkvæmdaleyfi með vísan í 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

    • 1704169 – Ölduslóð 21, fyrirspurn til Skipulagsfulltrúa

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Jóns Más Björnssonar til skipulagsfulltrúa dags. 11.4.2017 þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar og nýrrar staðsetningar bílskúrs á ofangreindri lóð.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. maí 2017.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í fyrirspurnina eins og hún liggur fyrir.

    • 1704460 – Kaldárselsvegur, framkvæmdir

      Lagður fram tölvupóstur Halldórs Ingólfssonar f.h. Hafnarfjarðarbæjar dags. 26. apríl 2017 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi á stíg meðfram Kaldárselsvegi.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir framkvæmdaleyfi með vísan í 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Ábendingagátt