Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

10. maí 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 659

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1704057 – Hafravellir 1,byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju.
      Skúli Sigvaldason og Auður Halldórsdóttir sækja 6. 4. 2017 um leyfi til að byggja steypt einbýlishús sem mun verða byggt upp með forsteyptum einingum frá Einingaverksmiðjunni. Að auki er sótt um lækkun á hæðarkvótum um 200 mm skv. hæðarblaði, þannig að hæðarkvótar fara úr 27.30 í 27.10 og 27.00 í 26.80 í bílskúr skv. teikningum frá Guðna Sigurbirni Sigurðssyni, dags. 2. 4.2017. Nýjar teikningar bárust 24.04.2017.Nýjar teikningar bárust 02.05.17
      05.05.17. Nýjar teikningar bárust.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1704380 – Linnetsstígur 1, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju.
      Ingvar Guðmundsson sækir 24.04.2017 um leyfi til að breyta núverandi skrifstofum á 2. hæð hússins í 2 íbúðir samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 10.04.2017.
      Nýjar teikningar bárust 5.5.2017, stimill frá SHS barst einnig.

      Byggingarfulltrúi samþykkri erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1705025 – Furuás 22, byggingarleyfi

      Björn Knútsson sækir 02.05.2017 um breytingu á frágangi lóðar samkvæmt teikningum Kára Eirikssonar dags. 26.04.2017 Nýjar teikningar bárust 11.05.2017.
      Samþykki nágranna liggur fyrir.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1704403 – Reykjavíkurvegur 78, mhl 2 hús E, breyting innanhúss

      Tekið fyrir að nýju.
      Actavis ptc, sækir um leyfi til breytinga á innra skipulagi að hluta í núverandi lyfjaverksmiðju í húsi E sem verður að þróunarsetri lyfjaframleiðslu samkvæmt teiknngum Baldurs Ólafs Svavarssonar dags. 28.2.2017. Brunahönnun fylgir í 2 riti.
      Nýjar teikningar bárust 10.5.2017 , með stimpli frá SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1610414 – Kirkjuvegur 11b,byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju.
      Jónína Hjördís Gunnarsdóttir,sækir 27.10.16 um leyfi til að gera núverandi staðsetningu gestahús á baklóð að varanlegri staðsetningu samkvæmt teikningum Þorgeirs Þorgeirssonar. dags. 26.09.16.
      Erindið var grenndarkynnt frá 17.3.2017 til 18.04.2017, engar athugasemdir bárust.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1705057 – Austurgata 21, byggingarleyfi

      Guðjón Rafnsson og Hlín Pétursdóttir sækja 04.05.2017 um að bæta við útidyrahurð á 1. hæð til vesturs að Austurgötunni. Hurðin er til samræmis við fyrra útlit hússins.
      Jákvæð álit frá Minjastofnunar dags. 14. mars 2017 liggur fyrir. Samhllða breytingum á útidyrahurð verða gerðar breytingar á innra skipulagi 1. hæðar. Breytingar eru samkvæmt teikningum Svannlaugs Sveinssonar dags. 01.04.2017.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1703182 – Fjarðargata 19, endurupptaka máls 1506308

      Lögmenn Thorsplani fara, með bréfi dags. 7. mars 2017, fram á endurupptöku máls 1506308, Fjarðargata 19 byggingarleyfi, með hliðsjón af úrskurði ÚUA nr. 88/2015.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjar beiðni um endurupptöku á máli, er varðar breytingu á rými á 1 hæð að Fjarðargötu 19, þar sem sótt var um að breyta húsnæðinu úr skrifstofuhúsnæði í veitingastað.
      Að mati nefndarmanna þurfti ekki samþykki húsfélags fyrir þessum gjörningi samanber fjöleignarhúslög nr. 26/1994 auk þess sem aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 kveður á um að fyrst og fremst skal gera ráð fyrir verslunar- og þjónuststarfsemi s.s. veitinga- og gistihúsum á þessum reit.

    • 1702350 – Rauðhella 2, stöðuleyfi geymslutjald

      Guðmundur Arason ehf sækir um að setja dúktjald á lóð sem geymslu tímabundið.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1705076 – Strandgata 11, Austurgata 12

      Fiskveiðihlutafélagið Venus sækir 05.05.2017 um breytingu á deiliskipulagi. Sótt er um að færa lóðarmörk milli lóðana sunnar. Einnig er sótt um stækkun á byggingarreit til vesturs eingöngu fyrir kjallara.

      Skipulagsfulltrúi vísar erindinu í grenndarkynningu samanber 2.mgr 43. gr. skipulagslaga.

Ábendingagátt