Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

24. maí 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 661

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1705143 – Hringhella 9. viðbygging

   Rafal ehf sækja 10.5.2017 um viðbyggingu samkvæmt teikningum Jóhanns Kristinssonar dagsettar 9.5.2017, viðbygging er 91.3m2 og 255.6m3 að stærð.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1705248 – Ölduslóð 32, fyrirspurn um hækkun á þaki

   Lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Bersteinsdóttur dags. 15.5. 2017 um að hækka þak til að nýta megi ris.
   Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2017

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið með vísan til umsagnar.

  • 1705139 – Garðstígur 3, fyrirspurn

   Kristinn Karl Jónsson leggur 10.05.2017 fram fyrirspurn þar sem hann óskar eftir að byggja pall á bílskúr sem er til staðar, gengið yrði á pall aftan við bílskúr beint af hæðinni. Óskar eftir áliti hvort þetta væri mögulegt. Umsókninni fylgir umboð eiganda.
   Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2017.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið. Þessi framkvæmd myndi skerða einkahagi aðliggjandi lóðarhafa. Samræmist ekki götumynd.

  • 1705272 – Hringbraut 36, fyrirspurn

   Lögð fram fyrirspurn Erlu Rúnar Ingóflsdóttur dags. 16.5.2017, f.h. eigenda efri hæðar við Hringbraut 36, um leyfi til að koma fyrir svölum á norðvesturhlið hússins.
   Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. maí 2017.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið. Sjá umsögn arkitekts.

  • 1702179 – Hellubraut 7, byggingarleyfi

   Gunnar Hjaltalín sækir 08.02.2017 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Helga Mars Hallgrímssonar dags. 30.01.2017.

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1509127 – Kaplakriki/fullstór mhl 12, byggingarleyfi

   Tekið fyrir að nýju.
   Fimleikafélag Hafnarfjarðar sækir 04.09.15 um að byggja dúkhús á steyptum grunni ásamt anddyri samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags.12.08.15 ásamt brunahönnun frá Verkís dags ágúst 2015. Nýjar teikningar bárust 14.10.15. Nýjar teikningar bárust 15.05.2017.

   Afgreiðslu frestað. Þarf samþykki meðeigenda. Sleppa að hafa verkeigandi í teikningahaus.

  • 1705196 – Gullhella 1, efnisgeymsla

   Malbikunarstöðin Hlaðbær-Col hf, sækja 12.5.2017 um að byggja efnisgeymslu , samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dagsettar 10.5.2017

   Afgreiðslu frestað, samræmist ekki gildandi deiliskipulag, efnisgeymsla utan byggingarreits. Deiliskipulagsbreyting frá jan 2017 ófrágengin.

  • 1609679 – Melabraut 20, byggingarleyfi

   Skák ehf. sækir 30.09.2016 um leyfi fyrir við-nýbyggingu samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarssonar dags. 30.09.2016. Nýjar teikningar með stimpli slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins bárust 3.11.2016. Nyjar teikningar með stimpli slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins bárust 01.12.2016.
   Nýjar teikningar bárust 16.5.2017

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt