Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

31. maí 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 662

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1705287 – Stapahraun 11-12, breyting

      Kaffibrennsla Hafnarfjarðar sækir 18.05.2017 um stækkun á gasgeymslu, síló upp á þak, skjólveg samkvæmt teikningum Ívars Arnar Guðmundssonar dags.11.04.2016. Stimpill Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins er á teikningum dags. 17.05.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1705374 – Miðvangur 87, byggingarleyfi

      Halldór Björgvinsson og Jóna Guðrún Elísdóttir sækja 23.05.2017 um að fjarlægja glerveggi í viðbyggingu og setja í staðinn 1 gluga ásamt að klæða með megg klæðningu frá Þ Þorgrímssyni. Breytingar eru samkvæmt teikningum Rúnars Inga Guðjónssyni dags. 29.04.2017. Umsókninni fylgir samþykki eigenda hússins við Miðvang 87-89.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1705057 – Austurgata 21, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju.
      Guðjón Rafnsson og Hlín Pétursdóttir sækja 04.05.2017 um að bæta við útidyrahurð á 1. hæð til vesturs að Austurgötunni. Hurðin er til samræmis við fyrra útlit hússins. Jákvæð álit frá Minjast. liggur fyrir. Samhllða breytingum á útidyrahurð verða gerðar breytingar á innra skipulagi 1. hæðar. Breytingar eru samkvæmt teikningum Svannlaugs Sveinssonar dags. 01.04.2017.
      Nýjar teikningar bárust 24.5.2017

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1704053 – Helluhraun 4, breyting

      RAG import – export sækir þann 5. apríl 2017 um breytingar – færa hurð á austurhlíð og veggjaskipan skv. teikningum Guðjóns Rafnssonar, dags. 8. nóvember 2016. Nýjar teikningar dags. 18.05.2017 bárust 24.05.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1701308 – Hvaleyrarbraut 29, 010203, reyndarteikning

      Tekið fyrir að nýju.
      J. og E. ehf og Hörður Guðlaugsson leggja inn 20.01.2017 reyndarteikningar. Teiknað er inn milliloft sem þegar er.
      Nýjar teikningar bárust 8.5.2017

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1705361 – Smyrlahraun 24, reyndarteikningar vegna eignaskiptayfirlýsingar

      Páll R. Valdimarsson sækir með erindi dags.22.05 2017 um leyfi til að fá samþykktar reyndarteikningar v/eignarskiptasamnings v/hússins nr. 24 við Smyrlahraun, samkv. teikningum gerðum af Sigurði Þorleifssyni, dags. í sept. 1998, undirskrift lóðarhafa meðfylgjandi á teikningu.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjar erindinu. Lóð er óskipt samkvæmt lögum.

    • 1704368 – Staðarberg 2-4, byggingarleyfi, mhl 105

      Tekið fyrir að nýju.
      PHUT ehf. sækir 24.04.2017 um breytingu innanhús fyrir nýjan veitingastað samkvæmt teikningum Pálmars Kristmundssonar dags. 11.04.2017.
      Nýjar teikningar bárust 18.5.2017 ásamt stimpli frá SHS.
      Teikning með stimpli frá Heilbrigðiseftirliti barst 23.5.2017

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1703338 – Stuðlaskarð 1-7, umsókn um byggingarleyfi

      Byggingarfélag Gylfa og Gunnars óska eftir þann 21.3.17 að byggja fjölbýlishús samkvæmt teikningum Ragnars Magnússonar arkitekts dags. 13.2.2017. Nýjar teikningar bárust 11.04.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1705404 – Einivellir 5, byggingarleyfi.

      Heimavellir hf. sækir 24.05.2017 um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi “þvottahúsum” í íbúðum. Samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 24.04.2005.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1705490 – Hellisgata 16,breyting, rými 0102

      Starfsmannafélag Hafnarfjarðar sækir með umsókn dags. 29.5.2017 um að breyta rými 0102 á Hellisgötu 16 úr skrifstofum í íbúð.

      Afgreiðslu frestað, vantar skráningartöflu.

    • 1705397 – Selhella 6, byggingarleyfi

      Verkefni ehf. sækir 24.05.2017 um að reisa tveggja hæða atvinnuhúsnæði. Samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar. Dagsettar 16.05.2017.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1702440 – Stuðlaberg 70, stækkun lóðar

      Heiða Njóla Guðbrandsdóttir og Hrannar Þór Hallgrímsson Stuðlabergi 70, leggja inn erindi dags. 21. febrúar 2017 þar sem þau óska eftir að stækka lóð sína norður af bílskúr sem fylgir eiginni að lóðarmarkalínu er liggur norður af sjálfri eiginni.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa bendir á að skv. mæliblaði er kvöð um umferðarrétt á þessum stað. Erindið er sent í grenndarkynningu.

    • 1705252 – Stekkjarhvammur 10,fyrirspurn vegna bæjarlands

      Ragnar Guðmundsson og Svanhildur Magnúsdóttir Stekkjarhvammi 10 óska eftir að taka land í fóstur við hlið lóðar þeirra.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið og bendir umsækjanda á að hafa samband við umhverfis- og skipulagsþjónustu varðandi samning vegna málsins.

    • 1705508 – Helgafell, kvikmyndataka

      Emil Morávek óskar eftir í tölvupósti dags. 29. maí eftir leyfi fh. Gullslottsis ehf til kvikmyndatöku í Helgafelli skv. meðfylgjandi uppdrætti. Tökudagar eru 24 – 26. júlí nk.

      Þar sem staðsetning er innan Reykjanesfólkvangs gefur Umhverfisstofnun út leyfi til kvikmyndatöku á umræddum stað. Hins vegar vekur Hafnarfjarðbær athygli á því að skv. fornleifaskráningu sem liggur fyrir eru fornleifar skráðar við Gvendarsel. Um er að ræða tófta – og hleðsluleifar sem taldar eru vera leifar svokallaðs Gvendarsels, sem Gvendarselshæð er kennd við. Auk þess er umrætt svæði innan grannsvæðis vatnsverndar og þarf því að hafa samband við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðisins varðandi vatnsverndina.

    • 1705511 – Krýsuvík, Seltún stæði fyrir súpubíl.

      F&C ehf Fífuvöllum 28 221 Hafnarfirði sækir um leyfi til að staðsetja súpubíl við Seltún á tímabilinu 1. júní – 15. september. Opnunartími er frá 10 – 20. Um er að ræða sama súpubíl og var síðasta sumar en eigendaskipti hafa orðið á bílnum.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar staðsetningu súpubílsins á umræddu tímabili en vekur athygli á að ekkert aðgengilegt rafmagn er í Seltúni.
      Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum.

      Vakin er athygli á að svæðið liggur við Seltún sem er mjög virkt sprengigíga- og borholusvæði. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessarar starfsemi.
      Allt rusl og drasl skal fjarlægt eftir daginn og svæðið skilið eftir í viðunandi ástandi.

Ábendingagátt