Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

14. júní 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 664

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1706075 – Tjarnarvellir 7, byggingarleyfi, matshluti 01, heilsuræktarstöð.

      Laugar ehf. sækir 07.06.2017 um byggingarleyfi heilsuræktarstöðvar samkvæmt teikningnum Baldurs Ó. Svavarssonar dagsettar 07.06.2017. Yfirfarið af brunahönnuði. 12.06.2017 nýjar teikningar bárust með leiðrétum texta

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1603197 – Lækjarkinn 24, breyting

      Tekin fyrir að nýju umsókn Leiknis Ágústssonar og Sigurðar Lúðvíkssonar frá 08.03.16 um breytingu á innra skipulagi og breyttri skráningartöflu samkvæmt teikningum Ásmunda Jóhannssonar dags.12.10.2011
      Nýjar teikningar bárust 6.6.2017

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindinu í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1706052 – Lindarberg 62, reyndarteikningar

      Andri Þór Guðmundsson leggur þann 6.6.2017 inn reyndarteikningar af rishæð sem eru ekki inn á teikningum frá því að það var byggt upphaflega.
      Teikningar samkvæmt Kristjáni Bjarnasyni dagsettar 2.6.2017

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1706057 – Hellisgata 13, fyrirspurn um stækkun

      Tinna Dahl Christiansen og Björn Már Sveinbjörnsson Brink sækja þann 11.4.2017 um stækkun á húsi við Hellugötu 13 um 50m2 útfrá norð-vestur helmingi hússins ásamt bílskúr.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa tekur neikvætt í erindið með hliðsjón af fyrirliggjandi umsögn skipulagsfulltrúa.

    • 1706101 – Stöðuleyfi, matarbíll, Ásvellir

      Braggapizza ehf óskar eftir með umsókn dags. 6.6.2017 að fá að leggja matarbíl, Bökubílnum, við bílastæði við Ásvelli 1-2. Bílinn er með öll tilskilin leyfi.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið en eigendur þurfa að fá leyfi hjá lóðarhöfum bílastæðisins, sem er íþróttafélagið Haukar.

    • 1706051 – Ölduslóð 32, fyrirspurn um hækkun á þaki

      Guðrún Bergsteinsdóttir leggur innfyrirspurn dags. 5.6.207 um að hækka þakið við Ölduslóð 32 og breyta þakformi.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa tekur neikvætt í erindið með hliðsjón af fyrirliggjandi umsögn skipulagsfulltrúa.

    • 1706213 – Fræðsluskilti, uppsetning á vegum Byggðasafns Hafnarfjarðar

      Björn Pétursson bæjarminjavörður Hafnarfjarðar óskar eftir í tölvupósti dags. 13. júní 2017 að setja upp 2 söguskilti, annað á Einarsreit og hitt við Setbergsrústina.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar uppsetningu skiltanna að því gefnu að hún sé gerð í samráði við Minjastofnun og umhverfis- og skipulagsþjónustu.

Ábendingagátt