Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

21. júní 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 665

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1705510 – Drekavellir 9, sorpskýli

   Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 31.5.2017 um að reisa sorpskkýli úr timbri samkv. teikningum Svanlaugs Sveinssonar dagsetttar maí 2017.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1705397 – Selhella 6, byggingarleyfi

   Tekið fyrir að nýju.
   Verkefni ehf. sækir 24.05.2017 að reisa tveggja hæða atvinnuhúsnæði. Samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar. Dagsettar 16.05.2017. Nýjar teikningar með stimpli slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og brunavarnarstimpli bárust 20.06.2017.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stærð 1365,2m2 og 7.480.9m3.

  • 1706052 – Lindarberg 62, reyndarteikningar

   Tekið fyrir að nýju.
   Andri Þór Guðmundsson leggur inn 6.6.2017 reyndarteikningar af rishæð sem er ekki inn á teikningum frá því að það var byggt.
   Teikningar samkvæmt Kristjáni Bjarnasyni dagsettar 2.6.2017. Nýjar teikningar bárust 20.06.2017.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1608747 – Breiðhella 22, byggingarleyfi

   Tekið fyrir að nýju.
   DS Lausnir ehf. leggur inn 26.08.16 umsokn um byggingarleyfi. Sótt er um nýbyggingu, stálgrindarhús klætt með samlokueiningum samkvæmt teikingum frá Kristinn Már Þorsteinssonar dagsettar 10.08.16.
   Nýjar teikningar bárust 04.10.16. Nýjar teikningar bárust 24.05.2017.Nýjar teiknigar bárust stimplaðar af Slökkvilið Höfuborgarsvæðisin 19.06.2017

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stærð 1.209.5m2 og 9.725.1m3

  • 1706206 – Bæjarhraun 24, sameina rými

   Hraunborgir ehf. sækir 14.6.2017 um leyfi til að sameina rými 0104 og 0112 í eina einingu 0104, samkvæmt teikningum Ágústs Þórs dagsettar 6.6.2017

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1706098 – Gjáhella 13,byggingaleyfi

   Norðurport ehf.sækir 8.6.2017 um að reisa atvinnuhúsnæði úr stálgrindum samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 8.6.2017
   Nýjar teikningar bárust 13.6.2017

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1706205 – Heiðvangur 56, fyrirspurn

   Davíð Karl Karlsson leggur inn fyrirspurn til byggingarfulltrúa dags. 13.6.2017 vegna fyrirhugaðra breytinga við Heiðvang 56. Óskað er eftir að framlengja þak íbúðarhúss yfir bílskúr og byggja viðbyggingu milli hússins og bílskúrs skv. teikningum Teiknistofunnar H.R. ehf dags.29.5.2017.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa tekur jákvætt í erindið með vísan í umsögn arkitekts.

  • 1706251 – Krýsuvík/Krýsuvíkurskóli, breytingar á þaki

   Krýsuvíkurskóli,vist/meðferðarh. sækir 16.06.2017 um breytingar á þaki samkvæmt teikningum Hannesar Arnar Jónssonar dags. 12.06.2017.

   Afgreiðslu frestað, vantar skráningartöflu og athygli er vakin á að virða hönnunarrétt á byggingunni.

  • 1706165 – Kirkjuvellir 8a, fyrirspurn

   Fjarðarmót ehf leggur inn fyrirspurn, dags. 12.6.2017, þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum úr 14 í 19 og hækka áður samþykkt hús um eina hæð.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir með vísan til 2. gr. Samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa í Hafnarfirði að grenndarkynna fyrirspurnina fyrir húseigendum að Kirkjuvöllum 7.

Ábendingagátt