Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

5. júlí 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 667

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1706367 – Tjarnarbraut 25, breyting

   Magnús Ingi Einarsson og Sigríður Guðmundsdóttir sækja 26.6.2017 um breytingu, setja kvist, stiga af svölum ofan í garð og útlitsbreytingu á bílskúr, minniháttar innanhússbreytingar, samkvæmt teikningum Árnýjar Þórarinsdóttur dagsettar 23.6.2017
   Undirskriftir nágranna bárust einnig.

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1706177 – Austurgata 12, stækkun á kjallara

   Fiskveiðahlutafélagið Venus hf sækir 13.6.2017 um stækkun á kjallara, samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 9.6.2017

   Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stækkun frá síðustu samþykktum teikningum er 28,8m2 og 81.3m3

  • 1706420 – Klukkuvellir 4-8, land í fóstur

   Magnús Sveinbjörnsson f.h.íbúar við Klukkuvelli 4-8 óskar með tölvupósti dags. 27.6.2017 eftir að taka land í fóstur í við baklóð húsanna.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið í samræmi við umsögn arkitekts umhverfis- og skipulagsþjónsutu.

  • 1706373 – Álfhella 12-14, reyndarteikningar

   Ferro Zink sækir 27.06.2017 um að setja starfsmannaskápa/starfsmannaaðstöðu á 2. hæð skrifstofurýmis, reyndarteikning.
   Breytingar eru samkvæmt teikningum Önnu Margrét Hauksdóttur dags. 18.04.2008. Teikningar eru stimplaðar með stimpli SHS og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis. Umsókninni fylgir brunahönnun V06.

   Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1706353 – Suðurgata 74, viðbygging

   Stefán Magnús Guðmundsson sækir 23.6.2017 um viðbyggingu á Suðurgötu 74, samkvæmt teikningum Rúnars Guðjónssonar dagsettar 20.6.2017

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1706327 – Norðurbakki 5b, svalalokun íbúð 305

   Jóhann Skerphéðinsson sækir um 22.06.2017 svalalokun fyrir íbúð 305.

   Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1707074 – Víðistaðatún, ósk um afnot af túninu vegna alheimsmóti skáta

   Skátafélagið Hraunbúar óskar með bréfi dags. 14.6.2017 eftir að fá afnot af Víðistaðatúni helgina 2-6 ágúst vegna alheimsmóti skáta.

   Afgreiðslufundur skipulags og byggingarfulltrúa samþykkja erindið. Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni og að tillit verði tekið til gesta tjaldsvæðis á Víðistaðatúni og íbúa svæðisins.

  • 1705090 – Helluhraun 14, breyting

   Starfsmannafélag Hafnarfjarðar sækir 8.5.2017 um breytingu á skráningartöflu samkvæmt teikningum Svanlaugs Sveinssonar dagsettar 8.5.2017

   Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

Ábendingagátt