Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

12. júlí 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 668

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1706366 – Einivellir 1, breyting

      Dverghamrar ehf. sækir 26.6.2017 um breytinu á kóðum á plani framan við húsið, vegna hæðarlegu og brta við tröppu í gangstétt framan við aðalinngang samkv teikningum Jóns Guðmundssonar dagsettar 19.7.2017

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1707142 – Hnotuberg 19, reyndarteikningar

      Hafnarfjarðarbær leggur inn umsókn dags. 12.7. 2017 um samþykkt reyndarteikninga af sambýlínu Hnotubergi 19 skv. uppdráttum Svanlaugs Sveinssonar dags. 6.7.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1706098 – Gjáhella 13,byggingaleyfi

      Norðurport ehf.sækir 8.6.2017 um að reisa atvinnuhúsnæði stálgrindum samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 8.6.2017
      Nýjar teikningar bárust 13.6.2017
      Nýjar teikningar bárust 11.7. 2017

      byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1707109 – Kvistavellir 72, byggingarleyfi

      Snorri ehf sækir 7.7.2017 um leyfi til að byggja raðhús úr timbri og á steyptri plötu samkvæmt teikningum Sigurðs Harðarsonar dagsettar 7.7.2017

      frestað gögn ófullnægjandi

    • 1707043 – Selhella 4, byggingarleyfi

      Egill Árnason ehf. sækir 03.07.2017 um byggingarleyfi fyrir stálgrindarhúss sem byggt er á hefðbundinn hátt. Húsið verður nýtt sem lager- og geymsluhúsnæði með möguleika á skrifstofu og verslunarrými í vesturenda hússins samkvæmt teikningum Tómasar Ellerts Tómassonar dags. 29.06.2017.

      frestað gögn ófullnægjandi

    • 1707137 – Norðurbraut 27, bílskúr

      Sveinbjörn Guðmundsson óskar þann 11.7.2017 um samþykkt á skráningu á bílskúr sem er á lóðinni, ekki garðskálanum, samkvæmt teikningum Erlends Árna Hjálmarsonar dagsettar 24.1.2016

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1705508 – Helgafell, kvikmyndataka

      Emil Morávek óskar eftir í tölvupósti dags. 29. maí eftir leyfi fh. Gullslottsis ehf til kvikmyndatöku í Helgafelli skv. meðfylgjandi uppdrætti. Fyrirliggur tímabundið starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 12. júlí 2017 vegna vatnsverndarsjónarmiða og einnig leyfi frá Umhverfisstofnun dags. 4. júlí 2017 þar sem svæðið er innan Reykjanesfólkvangs.

      Skipulags og byggingarfulltrúi veita umbeðið leyfi til kvikmyndatöku í Helgafelli. Vakin er athygli á fornminjum við Gvendarsel í Undirhlíðum. Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Helgafell er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessara kvikmyndagerðar.
      Allt rusl og drasl skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur.

    • 1707122 – Hólshraun 2, umsókn um byggingarleyfi

      Hólshraun ehf sækir 10.7.2017 um smávægilegar breytingar á innra skipulagi mhl 0201 skv. teikningum Kjartans H. Rafnssonar dags. 5.7. 2017. Gistiheimili í flokki IIb hefur rekið þar.

      frestað gögn ófullnægjandi

Ábendingagátt