Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

9. ágúst 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 671

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1702342 – Álhella 7, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju.
      Geymslusvæðið sækir 20.02.2017 um byggingarleyfi fyrir stálgrindarhús á steyptum sökli samkvæmt teikningum Gunnlaugs Björns Jónssonar dags. 20.02.2017. Nýjar teikningar með stimpli slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins bárust 16.03.2017. Nýjar teikningar með stimpli slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins bárust 07.04.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mennvirki 160/2010, stærð 1.048.0m2 og 6.746,4m3

    • 1707210 – Erluás 31, byggingarleyfi.

      Björn Arnar og Rannveig sækja um viðbyggingu og breytingar inni samkvæmt teikningum Sigbjarnar Kjartanssonar dagsettum 21.07.2017. Nýjar teikningar bárust 02.08.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stækkun með viðbyggingu 62.2m2 og 109.0m3

    • 1707247 – Selhella 13, breyting, bil 102

      RA-5 sækir 26.07.2017 um breytingu á bil 102, skipt í verslun (apótek) samkvæmt teikningum Jóns Stefáns Einarssonar dags 11.07.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1707269 – Drekavellir 15, byggingarleyfi

      Vilhjálmur M. Vilhjálmsson og Thelma Björgvinsdóttir sækja 31.07.2017 um leyfi til þess að steypa 120 cm vegg við lóðarmörk Drekavalla 15 og göngstígs samkvæmt teikningum Björgvins Snæbjörnssonar dags. 29.05.2017.

      Afgreiðslu frestað, gögnin ófullnægjandi.

    • 1708073 – Reykjavíkurvegur 66, breyting á inngangi

      KSH Fasteignir ehf. sækir 8.8.2017 um breytingu á inngangi og framhluta á matshluta 101 samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dagsettar 27.07.2017.

      Afgreiðslu frestað, vantar samþykki meðeigenda.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1706399 – Álfhella 2, umsókn um lóð

      Strókur ehf sækir um lóðina Álfhella 2 með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, m.a. að lóðin yrði skilgreind sem verslunar- og þjónustulóð.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags og byggingarráðs.

    • 1611098 – Grandatröð 5, lóðarstækkun

      Malbiksviðgerðir ehf sækja um lóðarstækunn á lóðinni Grandatröð 5. Lagðar fram umsagnir framkvæmda- og rekstrardeildar og skipulagsdeildar.

      Afgreiðslufundu skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið með hliðsjón af umsögn skipulags´deildar.

Ábendingagátt