Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

23. ágúst 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 672

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1704460 – Kaldárselsvegur, framkvæmdir við stíg

   Lagður fram tölvupóstur Halldórs Ingólfssonar f.h. Hafnarfjarðarbæjar dags. 22.ágúst 2017 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi á stíg meðfram Kaldárselsvegi við Sörlasvæðið.

   Með vísan til 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og umsókn Hafnarfjarðarbæjar með bréfi dags. 22 ágúst 2017, er veitt framkvæmdaleyfi til gerðar stígs meðfram Kaldárselsvegi við Sörlasvæðið.

  • 1707268 – Álfhella 8, byggingarleyfi, stálgrindarhús

   Drafnarfell ehf sækir þann 31.07.2017 um nýtt stálgrindarhús samkvæmt teikningum Sæmundar Eiríkssonar teiknaðar í júlí 2017. Teikningunum fylgir greinagerð um val og hönnun brunarvarna.

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1708243 – Hafravellir 4, byggingarleyfi

   Albert Guðmundsson og Íris Ragnarsdóttir sækja 11.8.2017 um leyfi að byggja einbýlishús úr forsteyptum einingum samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 1.8.2017
   Einnig óska þau eftir að spegla húsið á byggingarreit, undirskrift nágranna á Hafravöllum 6 barst einnig.

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1708230 – Álfaskeið 10, byggingarleyfi

   William Symington og Juliet Booth sækja 10.8.2017 um leyfi til að stækka svalir á NA-gafli 2.hæð og fjarlægja skorstein á þaki samkvæmt teikningum Hegla Hafliðasonar dagsettar 8.8.2017

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1708479 – Hnoðravellir 28, breyting

   Guðrún Edda Hauksdóttir og Pétur Ingi Guðlaugsson sækja 18.8.2017 um breytingu á áður samþykktum teikningum, breytingin er á þaki, gluggum og bílskúrshurð samkvæmt teikningum Jóns H.Hlöðverssonar dagsettar 18.7.2017

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1703471 – Dalshraun 6, breytingar inni og úti, matshluti 01

   Tekið fyrir að nýju.
   Trönur ehf sækja 28.03.2017 um breytingu á innra skipulagi, klæða og einangra húsið að utan og breyta gluggum á austurhlíð samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 17.03.2017. Nýjar teikningar bárust 25.04.2017.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1707239 – Strandgata 31-33, breytingar á samþykktum aðaluppdráttum

   LL18 ehf sækir um breytingar á samþykktum aðaluppdráttum (framkvæmdum er ekki lokið). Breytingar á 1. og 2. hæð: Íbúð 0210 verður eins og íbúð 0310. Stigi á milli rýma 0103 og 0210 verður felldur niður. Notkun rýmis 0103 breytist úr því að vera vinnustofa íbúðar 0210 í sjálfstæða einingu 0103 undir verslun og þjónustu. Breytingar eru samkvæmt teikningum Ásdísar H. Ágústsdóttur dags. 20.07.2017.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010
   Þar sem verið er að fjölga eignum ber eiganda að greiða fyrir eitt bílastæði samkvæmt gjaldskrá Hafnarfjarðar. Gera þarf eignaskiptasamning.

  • 1708478 – Strandgata 6, Umsókn um stöðuleyfi

   Bæjarbíó slf sækir þann 16.8.2017 um að vera með tjald og matarvagn í porti bakvið Bæjarbíó, Strandgötu 6 vegna tónlistarhátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingrfulltrúa samþykkir staðsetningu tjalds og matarvagns í porti á bakvið Bæjarbíó.

  • 1707152 – Arnarhraun 50, byggingarleyfi

   Ás styrktarfélag sækir 13.07.2017 um að byggja búsetukjarna með 6 íbúðum og starfsmannaaðstöðu samkvæmt teikningum Önnu Margrétar Hauksdóttur dags. 12.07.2017.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1708571 – Strandgata, Thorsplan, stöðuleyfi

   HKS ráðgjöf ehf. sækir 22.8.2017 um stöðuleyfi fyrir konfektvagn, haldin eru námsekið í vagninum og er hann eingöngu opin á meðan að námskeið stendur frá 1.sept til 1.okt.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir konfektvagn frá 1 sept til 1 okt.

  • 1708418 – Óseyrarbraut 29, byggingarleyfi

   KLINKA ehf.sækir 17.8.2017 um að reisa stálgrindarhús samkvæmt teikningum Sigurbjarts Halldórssonar dagsettar 14.8.2017

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1708279 – Norðurbraut 26, fyrirspurn

   Þórhildur Höskuldsdóttir gerir þann 17. ágúst 2017 fyrirspurn til byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að koma fyrir skjólvegg ásamt skúr á lóð við Norðurbraut 26.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa fellst ekki er á erindið eins og það liggur fyrir.

  • 1708073 – Reykjavíkurvegur 66, breyting á inngangi

   KSH Fasteignir ehf. sækir 8.8.2017 um breytingu á inngangi og framhluta á matshluta 101 samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dagsettar 27.07.2017
   Teikningar með undirskriftum húseiganda barst 16.8.2017

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1702181 – Hellubraut 5, byggingarleyfi

   Gunnar Hjaltalín sækir 08.02.2017 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Helga Mars Hallgrímssonar dags. 30.01.2017.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1702179 – Hellubraut 7, byggingarleyfi

   Gunnar Hjaltalín sækir 08.02.2017 um byggingarleyfi samkvæmt teikningum Helga Mars Hallgrímssonar dags. 30.01.2017.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1708638 – Grandatröð 10, dagsektir vegna viðbyggingu

   Búið er að byggja viðbyggingu á bakhlið hússins, sem ekki hefur verið gefið leyfi fyrir.
   Eiganda hefur verið sent bréf þess efnis en ekki brugðist við.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að Grandatröð 10, vegna viðbyggingar sem er á bakhlið hússins sem byggð hefur verið í leyfisleysi.
   Dagsektir verða lagðar á frá og með 4 sept 2017 og eru 20.000 kr á dag í samræmi við 56 gr. laga um mannvirki 160/2010

  B-hluti skipulagserindi

  • 1708608 – Krýsuvík, kvikmyndataka

   Abi Glading frá Lymehouse Studios í London óskar eftir í tölvupósti dags. 22. ágúst 2017 að taka upp kvikmynd við Seltún í tengslum við stærra verkefni erlendis. Takan tekur um 2-3 tíma.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið en benda á leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Vakin skal athygli á að svæðið liggur við Seltún sem er mjög virkt sprengigíga- og borholusvæði. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessara kvikmyndagerðar.
   Allt rusl og drasl skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur.

Ábendingagátt