Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

30. ágúst 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 673

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1708032 – Suðurgata 94, svalalokun

   Baldur Jóhannsson sækir 03.08.17 um svalalokun á Suðurgötu 94. samkvæmt teikingum Sigurðar Hafsteinssonar dagsettar 23.8.2017, einnig barst undirskrift nágranna sjá meðfylgjandi gögn. Nýjar teikningar bárust þann 23.8.2017.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1708627 – Smiðjustígur 2, viðbygging

   Garðar Ólafsson sækir 23.8.2017 að byggja sólstofu úr timbri á steyptum kjallara/sökkli samkvæmt teikningu Gunnlaugs Jónssonar.

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1708573 – Einhella 6, byggingarleyfi

   Strókur ehf. sækja 22.8.2017 um að byggja létt 2.hæða atvinnuhúsnæði, burðarvirki hússins er úr límtré og klætt er úr vottuðum YI einingum samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dagsettar 18.8.2017

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1708637 – Kaplahraun 12, loftræstiklefi

   Sigurður Bergmann Jónasson sækir um leyfi fyrir loftræstiklefa á austurhlið hússins samkvæmt teikningum Elínar Gunnlaugsdóttur dagsettar 14.3.2017

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, umsögn burðarþolshönnuðar vegna glugga og hurðargats á útvegg verður að skila inn.

  • 1708681 – Brekkuás 13, stoðveggur

   Ágústa Þorbjörg Ólafsdóttir sækir 28.8.2017 um leyfi fyrir stoðvegg á lóðarmörkum samkvæmt teikningum Kára Eiriksonar dags. 25.8.2017. Samþykki nágranna barst einnig.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1708683 – Ölduslóð 26,breytingar úti

   Dagur Hilmarsson sækir 28.8.2017 um grindverk/handriði á bílskúrsþak , vegg á lóðarmörkum og sorptunnuskýli samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 19.7.2017.
   Fyrirliggjandi tillaga er ekki sannfærandi.

   Afgreiðslu frestað, vantar undirskriftir nágranna á númer 24.

  • 1708680 – Drekavellir 46, svalalokun B-lokun

   Árni Sæmundur Unnsteinsson og Anna Guðmundsdóttir sækja 28.8.2017 um leyfi fyrir svalalokun B-lokun samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 9.8.2017
   Undirskriftir nágranna bárust einnig.

   Afgreiðslu frestað, vantar undirskrift eiganda 0102.

  • 1707188 – Lónakot, umsókn um niðurrif húss

   Landey ehf sótti 17.7. 2017 um að rífa hlöðu og fjárhús á lóðinni. Eftirlitsskýrsla heilbrigðiseftirlits dags. 23. ágúst 2017 liggur fyrir.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir niðurrif á hlöðu og fjárhúsi í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

  • 1707268 – Álfhella 8, byggingarleyfi, stálgrindarhús

   Drafnarfell ehf sækir þann 31.07.2017 um nýtt stálgrindarhús samkvæmt teikningum Sæmundar Eiríkssonar dags. í júlí 2017. Teikningunum fylgir greinagerð um val og hönnun brunarvarna.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að grenndarkynna erindið með vísan til 1. mgr. 2. gr. samþykktar um embættirfærslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

  • 1708418 – Óseyrarbraut 29, byggingarleyfi

   Tekið fyrir að nýju umsókn KLINKA ehf. dags. 17.8.2017 um að reisa stálgrindarhús samkvæmt teikningum Sigurbjarts Halldórssonar dagsettar 14.8.2017. B
   Lagt fram erindi umsækjanda um hækkun á húsi umfram gildandi skilmála.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs vegna fráviks frá gildandi skilmálum.

Ábendingagátt