Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

11. október 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 678

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1708418 – Óseyrarbraut 29, byggingarleyfi

      KLINKA ehf.sækir 17.8.2017 um að reisa stálgrindarhús samkvæmt teikningum Sigurbjarts Halldórssonar dagsettar 14.08.2017.Klinka ehf sækir 15.09.2017 um að fá að kanna jarðveg innan lóðar á Óseyrarbraut 29.
      04.10.17.Nýjar teikningar bárust með stimpli frá slökkviliðinu.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindi í samræmi við lög um mannvirki 160/2010. stærð húss er 2000m2 og 26,863m3

    • 1710066 – Sólvangsvegur 2, umsókn um eigin úttektir byggingarstjóra

      Gísli Ósvaldur Valdimarsson óskar þann 05.10.2017 eftir eigin úttekum byggingarstjóra vegna framkvæmda við Sólvangsveg 2.Verkáætlun barst einnig með erindinu.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að byggingarstjóri fái að gera sínar eigin úttektir í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. steyptar burðarplötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um þær úttektir.

    • 1710051 – Skarðshlíð reitir 2,3,4a og 4b, fyrirspurn

      VHE ehf. leggur 4.10.2017 inn fyrirspurn, þeir eru að fara að byggja fjölbýlishús á 4 reitum í skarðshlíð , reiti 2,3, 4a og 4b , eru að skipuleggja vinnusvæði og langar að loka Apaskarði þar sem að þeir eru að fara að byggja sitthvoru meigin við götuna , sjá fylgiskjal.
      Jafnvel að fá að setja vinnubúðir á malbik.

      Tekið er jákvætt í erindið, fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skal liggja fram vinnustaðauppdrátt, sem gerir á fullnægjandi hátt grein fyrir staðsettningu girðinga, krana, vinnubúða o.s.frv.

    • 1706056 – Austurgata 36, umsókn um niðurrif húss

      Sótt er um niðurrif á húsinu við Austurgötu 36. Lagt fram starfsleyfi til nirðurrifs húss að Austurgötu 36, dags. 28.09.2017. Bréf Minjastofnunar Ísalands um afnám friðunar dags. 17.07.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Frmkvæmdaleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum og að fyrir liggi veðbókarvottorð samanber lið d gr. 2.4.1 í byggingarreglugerð 112/2012.

    • 1710097 – Brekkugata 22, viðbygging og endurbætur

      Sigurður B. Stefánsson sækir þann 06.10.2017 um leyfi til að gera breytingar innanhúss, nýjum stiga milli allra hæða, nýjum inngangi að norðan og viðbyggingu í kjallara til norðurs, ásamt breytingu á bílskur í eldhús og skála á 2. hæð yfir eldhúsi. Í kjallara verður byggt nýtt rými til suðurs fyrir lítið eldhús, gólf í stofum verður lækkað og gluggum verður breytt. Steyptur verður stoðveggur í garði og tröppur til að gera stétt framan við húsið í garðinum. Breytingar eru samkvæmt teikningum Grétars Markússonar dags. 24.05.2013.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1710075 – Flatahraun 5a, breyting inni

      Blikás ehf sækir þann 05.10.2017 um breytingar inni (stúka af rými)samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 27.09.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1710070 – Sléttahraun 26, klæðning og svalaskýli

      Húsfélagið Sléttahrauni 24-26 leggur 05.10.17 inn leyfi til að klæða norður og suðurhlið hússis með sléttri ál klæðningu æa leiðara úr áli með 50mm steinulleinangrun,einnig er sótt u leyfi til að setja upp svalaskýli á allar svalir 90% lokun.Léttar færanlegar glerskifur á brautum. samkvæmt teikningum Reynis Kristjánssonar dag.02.10.17

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið, í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1709820 – Vesturvangur 46, viðbygging

      Trausti Jónsson sækir 29.9.2017 um leyfi fyrir viðbyggingu samkvæmt teikningum Guðmunds Óskars Unnarssonar dagsettar 11.9.2017

      Grenndarkynna þarf erindið þar sem viðbygging fer út fyrir byggingarreit, samkvæmt 1. mgr, 2 gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Grenndarkynning verður send til eiganda Vesturvangs 44, Vesturvangs 48, Heiðvangs 62,64, 66 og 68.

    • 1608747 – Breiðhella 22, byggingarleyfi

      DS Lausnir ehf. leggur inn 26.08.16 umsokn um byggingarleyfi. Sótt er um nýbyggingu, stálgrindarhús klætt með samlokueiningum samkvæmt teikingum frá Kristinn Már Þorsteinssonar dagsettar 10.08.16.
      Nýjar teikningar bárust 04.10.16. Nýjar teikningar bárust 24.05.2017.Nýjar teiknigar bárust stimplaðar af Slökkvilið Höfuborgarsvæðisin 19.06.2017

      Sótt er um að stækka byggingarreit til norðurs um 2,5 metra, undirskrift nágranna fylgir Erindið er samþykkt samkvæmt 1 mgr. 2 gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    • 1710098 – Hverfisgata 9, byggingarleyfi

      Hallgrímur Skúli Hafsteinsson sækir þann 06.10.2017 um að breyta opnanlegu fagi samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 06.09.2017.

      Frestað gögn ófullnægjandi, gera skal grein fyrir heildarbreytingum á húsi.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1709810 – Einhella 2, fyrirspurn, geymslur.

      Munck Íslandi ehf. leggja inn 29.9.2017 fyrirspurn, óska eftir að setja geymslutjöld á lóð á meðan að ekki er búið að byggja á lóð, og uppsetningu á girðingu á lóðarmörkum við Einhellu og Drenghellu, sjá meðfylgjandi gögn.

      Tekið er jákvætt í erindið sjá athugasemdir arkitekts.

    • 1709097 – Strandgata 75, fyrirspurn

      Fyrirspurn um að gera íbúðir á efstu hæð hússins

      Synjað. Erindið samræmist ekki gildandi deiliskipulagi. Sjá umsögn arkitekts.

    • 1703332 – Álfhella 8, breyting á deiliskipulagi

      Byggingareit snúið 90 gráður. Syðri innkeyrsla frá Dranghellu tekin af. Hámarkshæð byggingar verði 10 mtr miðað við mænir. Teikningar teiknaðar að Sæmundi Eiríkssyni í mars 2017.
      Nýjar teikningar bárust 11.9.2017

      Erindið var grenndarkynnt, athugasemdir bárust, lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa dags,. 11.10.2017, erindinu vísað til skipulags- og byggingarráðs, samanber, 1 mgr, 2 gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði

    • 1710058 – Berghella 1, fyrirspurn

      Gámaþjónustan leggur 03.10.2017 inn fyrirspurn, óskað er eftir umsögn vegna áætlunar um að byggja verkstæði á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Starfsemi sem verður í þessu húsi er að flytja úr Súðavogi 2 Reykjavík í lok árs 2018.

      tekið er jákvætt í erindið. sjá umsögn arkitekts

    C-hluti erindi endursend

    • 1710060 – Bæjarhraun 24, breyting á innra skipulagi, rými 0105

      Kjötkompani ehf. sækir þann 04.10.2017 um breytingu að hluta á innra skipulagi og uppsetningu á frysti og kæli samkvæmt teikningum Jóhanns Magnúsar Kristinssonar dags. 25.09.2017. Teikningar stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

      erindinu frestað gögn ófullnægjandi

    • 1710099 – Birkihvammi 3 ,P-skilti

      Guðrún Helga sækir 06.10.17 um merkingu á stæði fyrir hreyfihamlaða sjá meðfylgjandi gögn.

      Erindinu synjað. Deiliskipulagið gerir ekki ráð fyrir sérmerktum bílastæðum í götu. Nú þegar er bílastæði á lóð. Sk. umferðarlögum 50/1987 28. gr. lið b. skulu skulu íbúar ávallt eiga greiðan aðgang að sínu stæði á lóð. Þar segir: “Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því: liður b. þar sem ekið er að eða frá húsi eða lóð eða þannig að torveldi akstur þangað eða þaðan.”
      Nú þegar er hluti götunnar tileinkaður Birkihvammi 3 sk. umferðarlögum 50/1987 þar sem eigendur/íbúar hafa skilyrðislausan rétt til að aka til og frá stæði sínu og takmarkar það um leið rétt annarra til hagnýtingar á stæði við götu.

    • 1604041 – Trönuhraun 10, breyting

      Lindaberg ehf. sækor 4.4.2016 um að bæta við 4 herbergjum og matsal með eldhúsi, samkvæmt teikningum Guðmunds Þórs Guðmundssonar dagsettar 16.2.2016

      frestað, gögn ófullnægjandi

Ábendingagátt