Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

1. nóvember 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 681

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1710370 – Víkurgata 5, malbika lóð

      Rio Tinto á Íslandi hf. sækir 17.10.2017 um leyfi til að malbika lóð nr.5 við Víkurgötu skv. uppdrætti dags. 05.10.2017.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið með vísan til 15. gr. skipulagslaga 123/20010.

    • 1710551 – Skipalón 7, svalalokun íb.403

      Ágúst Breiðfjörð leggur inn 27.10.17 inn umsókn um svalalokun fyrir íbúð 403 á Skipalóni 7

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1710549 – Skipalón 7,svalalokun íb.503

      Jón Ingi Sigursteinsson sækir 27.10.17 um svalalokun fyrir íbúð 503 á Skipalóni 7.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1710545 – Skipalón 7,svalalokun íb.502

      FM eignir ehf sækja 27.10.17 um svalalokun fyrir íbúð 502 á Skipalóni 7.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1710508 – Brekkuás 21, reyndarteikningar

      MMJ ehf. leggja inn 24.10.2017 reyndarteikningar að Brekkuás 21, breytingar eru á rennihurðum, loka gati í vegg inni og úti og færa útistiga samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dagsettar 13.10.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1711025 – Hnoðravellir 44, dagsektir, lóð lausafjármunir

      Á lóðinni er mikið af bílum, lausafjármunum, einnig er búið að reisa kofa á lóðarmörkum án samþykkis aðliggjandi lóðarhafa.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja á dagsektir á eiganda Hnoðravella 44, þar sem mikið af lausafjármunum er innan lóðar, t.d. bílar, bæði á númerum og númerslausir, einnig er búið að byggja kofa á lóðarmörkum án samþykkis aðliggjandi lóðarhafa. Eiganda hefur verið sent bréf þess efnis í tvígang.
      Dagsektir eru 20.000 kr á dag í samræmi við 56.gr laga um mannvirki 160/2010. Dagsektir verða lagðar á 14 nóvember 2017.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1702120 – Einhella 9,Fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Borgarafls dags. 06.02.17 um hvort leyft verði að stækka byggingarreit húss og breyta fyrirkomulagi innkeyrslna inn á lóð.
      Tillaga að breyttu deiliskipulagi var auglýst frá 08.08.2017-23.09.2017. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir breytt deiliskipulag.
      Um er að ræða óverulega breytingu á deilskipulagi og með vísan til 2. gr. lið A í samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar sendir skipulagsfulltrúi hið breytta deiliskipulag til skipulagsstofnunar til yfirferðar.

    C-hluti erindi endursend

    • 1610375 – Langeyrarvegur 4, byggingarleyfi, fjölgun íbúða og breyting á eignum

      Tekið fyrir að nýju erindi Brynjars Ingólfssonar dags. 26.10.2016. Erindið er endurupptekið með vísan til tölvupósts frá umsækjanda.
      Sótt er um að gera íbúð og bílskúr
      Nýjar teikningar bárust 30.10.2017 með stimpli SHS og samþykkir meðeiganda.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1704139 – Álfholt 56A, gluggi á þak

      Tekin fyrir á ný umsókn Gosa trésmiðju um glugga á þak á Álfholti 56a. Samkvæmt teikningum Sigurbjartar Halldórssonar dag.20.02.17.
      Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1.11.2017 og minnisblað lögmans stjórnsýslusviðs dags. 31.10.2017.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarráðs synjar erindinu þar sem það samræmist ekki lögum um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1710469 – Brattakinn 5. viðbygging

      Húsfélagið Brattakinn 5 sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu við norður-austur hlið hússins og gera þar svalir fyrir rishæð. Gólf í kjallara er lækkað og innra skipulaggi breytt,grafið frá suðaustur hlið hússins og útbúa löglega íbúð í kjallara, samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 4.okt.2017

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1710566 – Álfhella 7,byggingarleyfi

      Er hús ehf sækir 30.10.17 um stálgrindarhús á steinsteyptum undirstöðum. Samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dag.13.10.2017.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt