Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

8. nóvember 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 682

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1711049 – Móhella 2, reyndarteikningar af brunavörnum.

   Húsafell ehf. leggja 3.11.2017 inn reyndarteikninar af brunvörnum á bilum 108-115, samkvæmt teikningum Guðmunds Gunnarssonar dagsettar 17.01.2017

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1711112 – Erluás 21, breyting innanhúss

   Sigríður Kristinsdóttir sækir um leyfi þann 8.11.2017 til að setja arinn skv. teikningum Sigríðar Ólafsdóttur sem jafnframt er arkitekt hússins.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1708573 – Einhella 6, byggingarleyfi

   Tekið fyrir að nýju erindi Stróks ehf. dags. 22.8.2017 um að byggja létt 2.hæða atvinnuhúsnæði, burðarvirki hússins er úr límtré og klætt er úr vottuðum YI einingum samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dagsettar 18.8.2017
   Nýjar teikningar bárust 26.10.2017 með stimpli frá SHS.
   Nýjar teikningar bárust 01.11.2017 með stimpli frá SHS.
   Skráningartafla barst í 3 riti 7.11.2017

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1710566 – Álfhella 7,byggingarleyfi

   Tekið fyrir að nýju erindi Er húsa ehf dags. 30.10.17 um að byggja stálgrindarhús á steinsteyptum undirstöðum samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dag.13.10.2017.
   Leiðréttar teikningar bárust 8.11.2017 með stimpli SHS.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1711028 – Malarskarð 13-15, byggingarleyfi

   Baldur Örn Eiríksson og Haukur Geir Valsson sækja 2.11.2017 um leyfi að byggja staðsteypt parhús á einni hæð samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dagsettar 1.11.2017

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1706113 – Jólaþorp 2017

   Berglind Guðmundsdóttir óskar f.h. Hafnarfjarðarbæjar eftir stöðuleyfi fyrir söluvagna og sölubása á Thorsplani og Strandgötu eins og meðfylgjandi uppdráttur sýnir. Jólaþorpið verður sett upp vikuna fyrir aðventu og tekið niður eftir jólin.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1709820 – Vesturvangur 46, viðbygging

   Þann 13.10.2017 var erindi vegna viðbyggingar við Vesturvang 46 sett í grenndarkynningu. Athugasemdir bárust þar sem bent var á að frestur til athugasemda væri of stuttur.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa samþykkir að senda bréf til eigenda nærliggjandi þar sem frestur til athugasemda verður framlengdur til 21. nóvember.

  • 1711038 – Hrauntunga 1, fyrirspurn deiliskipulagsbreyting

   Lagt fram fyrirspurn Óskars Gunnarsson dags. 2.11.2017 þar sem óskað er eftir heimild til að fara í deiliskipulagsbreytingu á lóðinni Hrauntungu 1..

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar fyrirspurninni til skipulags- og byggingarráð

  C-hluti erindi endursend

  • 1711036 – Norðurbraut 1, breyting stigi

   Charlotta Oddsdóttir sækir um þann 2.11.17 að breyta stiga utanhúss á Norðurbraut 1.

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1711056 – Bæjarhraun 26,byggingarleyfi breyting

   Sigríður Erlendsdóttir sækir þann 3.11 2017 um að endurnýja byggingarleyfi frá 2008, fjölga notarýmum úr 5 í 6 og breyta innra fyrirkonulagi rýma 0101 og 0102 lítilllega.
   Eigandi mhl. 0101 og 0102 er Fjóluvellir ehf sem er meðumsækjandi Sigríðar Erlendsdóttur.

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1710507 – Selvogsgata 12, stækkun

   Gunnar Agnarsson sækir um þann 24.10.2017 um að byggja portbyggða rishæð ofan á núverandi hús með tveimur misstórum kvistum samkvæmt teikningum Magnúsar Skúlasonar

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt