Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

15. nóvember 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 683

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1708683 – Ölduslóð 26,breytingar úti

      Tekið fyrir að nýju erindi Dags Hilmarssonar dags. 28.8.2017 um grindverk/handriði á bílskúrsþak, vegg á lóðarmörkum og sorptunnuskýli samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 19.7.2017. Nýjar teikningar bárust 11.10.17.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1311319 – Öldugata 6. reyndarteikningar

      Tekið fyrir að nýju erindi Egils Strange dags. 21.11.2013 v/breytinga á glugga. Samkvæmt teikningum Erlends Árna Hjálmarssonar dagsettar 25.02.2008. Samþykki nágranna barst 24.11.2015. Samþykki nágranna og nýjar teikningar bárust 02.10.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1711136 – Fjarðargata 13-15, stöðuleyfi

      Gylfi Bergmann sækir um þann 13.10.2017 um að hafa matarbíl, Gastro Truck, við Fjörðinn frá 20-27. nóvember nk.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar stöðuleyfið og beinir því til umsækjanda að vera í sambandi við umhverfis- og skipulagsþjónustu vegna rafmagnstengingu.

    • 1711132 – Miklaholt 1 leikskóli, reyndarteikningar

      Hafnarfjarðarbær leggur inn umsókn dags. 6.11. 2017 um samþykkt reyndarteikningar Svanlaugs Sveinssonar dags. 25.10. 2017

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1711131 – Smárabarð 1 leikskóli, reyndarteikningar

      Hafnarfjarðarbær leggur inn umsókn dags. 8.11 2017 um samþykkt reyndarteikninga Svanlaugs Sveinssonar dags. 6.11. 2017

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1711149 – Skipalón 1,0506 svalalokun

      Jón Helgi Þórarinsson sækir 10.11.17 um svalalokun fyrir íbúð 506.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1710507 – Selvogsgata 12, stækkun

      Tekið fyrir að nýju erindi Gunnars Agnarssonar dags. 24.10.2017 um að byggja portbyggða rishæð ofan á núverandi hús með tveimur misstórum kvístum samkvæmt teikningum Magnús Skúlasonar dagsettar 6.10.2017

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010. Stækkun er 32.2m2 og 91.4m3

    • 1704353 – Strandgata 90, reyndarteikningar

      Tekið fyrir að nýju erindi Haraldar Jónssonar ehf. dags. 21. 4. 2017 um samþykki fyrir reyndarteikningum af hluta af 1. hæð, 2.hæð og að koma fyrir flóttasvölum og flóttastiga frá 2. hæð skv. teikningum frá Hjörleifi Sigurþórssyni, dagsettar 20.3.2017. Fyrir liggur greinargerð um fyrirhugaðar breytingar á brunavörnum í Strandgötu 90, Hafnarfirði (Íshús Hafnarfjarðar). Nýjar teikningar bárust þann 13.7.17. Nýjar teikningar bárust 13.09.2017

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1706113 – Jólaþorp 2017

      Kaffikerran óskar eftir stöðuleyfi við jólaþorpið fyrstu aðventuhelgina. Staðsetning er gerð í samráði við verkefnisstjóra jólaþorpsins.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir kaffikerruna fyrstu helgi jólaþorpsins. Hafa þarf samband við umhverfis-og skipulagsþjónustu varðandi rafmagnstenginu.

    C-hluti erindi endursend

    • 1710279 – Dalshraun 5, breytingar, mhl 01

      Brimborg ehf. sækir þann 12.10.2017 um að breyta brunarvarnir, breyta gluggaútlit, óbreyttar stærðir; samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 15.06.2014.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1711125 – Borgahella 13, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      H-Berg ehf. leggur inn þann 09.11.2017 fyrirspurn um að breyta byggingarreitnum á atvinnulóð að Borgahellu 13.

      Afgreiðslu frestað. Umsækjanda gert að gera betur grein fyrir erindinu er varðar umferð og athafnasvæði. Arkitekt falið að ræða við umsækjanda.

Ábendingagátt