Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

22. nóvember 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 684

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1710060 – Bæjarhraun 24, breyting á innra skipulagi, rými 0105

   Tekið fyrir að nýju erindi Kjötkompanis ehf. dags. 04.10.2017 um breytingu að hluta á innra skipulagi og uppsetningu á frysti og kæli samkvæmt teikningum Jóhanns Magnúsar Kristinssonar dags. 25.09.2017. Teikningar stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1710469 – Brattakinn 5. viðbygging

   Tekið fyrir að nýju erindi Húsfélagsing Brattakinn 5 dags. 23.10. 2017 um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu við norðuraustur hlið hússins og gera þar svalir fyrir rishæð. Gólf í kjallara er lækkað og innra skipulaggi breytt,grafið frá suðaustu hlið hússins oo útbúga löglega íbúð í kjallara, samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dagsettar 4.okt.2017. Nýjar teikningar bárust 14.11.2017.
   Nýjar teikningar bárust 21.11.2017

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stækkun 30.4m2 og 83.0m3

  • 1708627 – Smiðjustígur 2, viðbygging

   Tekið fyrir að nýju erindi Garðars Ólafssonar frá 23.8.2017 um að byggja sólstofu úr timbri á steyptum kjallara/sökkli samkvæmt teikningu Gunnlaugs Jónssonar. Nýjar teikningar bárust 19.9.2017
   Ekkert deiliskipulag er í gildi og því var erindið grenndarkynnt.
   Grenndarkynningu lauk þann 17. nóvember síðastliðinn. Engar athugasemdir bárust.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stækkun 11m2.

  • 1711111 – Hlíðarás 23,skjólveggur,byggingarleyfi

   Arnar Freyr Theodórsson sækir 08.11.12 um byggingarleyfi fyrir skjólvegg fyrir framan hús við gangstétt.

   Skjólveggurinn fellur undir ákvæði byggingarreglugerðar um tilkynningarskyldar framkvæmdir, gr. 2.3.5. lið f.

  • 1711325 – Björgunarsveit Hafnrfjarðar, stöðuleyfi sölustaða, jólatré og skoteldar

   Björgunarsveit Hafnarfjarðar óskar með umsókn dags. 15.þ nóvember 2017 eftir stöðuleyfi fyrir 3 gáma vegna sölu skotelda.
   Einnig fyrir auglýsingaskilti vegna sölu jólatrjáa- og skoteldasölu. Kort með staðsetningu skiltanna fylgir umsókn.

   Afgreiðslufundur skipulags-og byggingarfulltrúa heimilar uppsetningu þessara gáma og er leyfið veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda

  B-hluti skipulagserindi

  • 1711229 – Fjóluhlíð 18, fyrirspurn um breytingu vegna íbúða

   Þann 16.11. leggur Helena Rósa Róberstdóttir inn fyrirspurn vegna breytinga á einbýlishúsi við Fjóluhlíð 18 í tvær íbúðir með sér fastanúmeri.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa synjar erindinu þar sem Fjóluhlíð er skipulögð sem gata fyrir einbýlishús.

  C-hluti erindi endursend

  • 1711217 – Skógarás 6, breyting

   Eðvarð Björgvinsson leggur 16.11.2017 inn umsókn um breytingar á Skógarási 6, samkvæmt teikningum Stefáns Ingólfssonar dagsettar 15.11.2017

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1711265 – Hnoðravellir 45, stöðuleyfi fyrir hjólhýsi

   Lilja Matthíasdóttir sækir 20.11.2017 um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi á lóð sinni við gaflinn á húsinu, það á að standa þarna í ca 6.mánuði.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

  • 1711298 – Hvaleyrarbraut 8-10, stoðveggur á lóð

   Eignarhaldsfélagið Bjarg ehf sækir 20.10.2017 um að setja stoðvegg á milli lóða samkvæmt teikningum Guðmunds Óskars Unnarssonar dagsettar 6.9.2017

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt