Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

29. nóvember 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 685

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1711356 – Brekkugata 22, breyting

   Sigurður B Stefánsson sækir 23.11.2017 um leyfi á breytinu á tröppum frá götu í garð. Tækjarými og geymslu undir tröppum og glerskála yfirsvölum til suðurs samkvæmt teikningum Stefáns Stefánssonar dagsettar 22.11.2017
   Undirskriftir nágranna bárust einnig.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stækkun 45.9m2 og 155.0m3

  • 1710279 – Dalshraun 5, breytingar, mhl 01

   Brimborg ehf. sækir þann 12.10.2017 um að breyta brunarvarnir, breyta gluggaútlit, óbreyttar stærðir; samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 15.06.2014.
   Nýjar teikningar bárust 23.11.2017 með stimpli frá SHS og Sh.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1711028 – Malarskarð 13-15, byggingarleyfi

   Baldur Örn Eiríksson og Haukur Geir Valsson sækja 2.11.2017 um leyfi að byggja staðsteypt parhús á einni hæð samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dagsettar 1.11.2017
   Nýjar teikningar bárust 24.11.2017

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1606046 – Reykdalsvirkjun, stytta, umsókn

   Með bréfi dags. 10.10.2017 ásamt uppdráttum Batterísins arkitekta dags. 18.07.2017 sækir Björn Ingi Sveinsson f.h. Reykdalsvirkjunar, um að koma fyrir styttu af Jóhannesi J Reykdal á stíflu Reykdalsvirkjunar í Hamarskotslæk.

   Skipulagsfulltrúi samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til 15. gr. skipulagslaga 123/20010 og bréfs umsækjanda dags. 10.10.2017 ásamt fylgiskjölum.

  • 1711386 – Apalskarð 2-4 og 6-8, fyrirspurn

   VHE ehf. leggur inn þann 24.11.2017 fyrirspurn um að byggja fjölbýlishús á lóðinni Apalskarð 2-4 og 6-8. Eins spurning með húsnúmer, breyta þeim í stað að hafa 4a og b, 8a og b.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags og byggingarráðs.

  • 1711354 – Tjarnarvellir 7, eigin úttektir

   Tryggvi Jakobsson byggingarstjóri sækir þann 22.11. 2017 um eigin úttektir á Tjarnarvöllum 7.

   Byggingarfulltrúi samþykkir að byggingarstjóri fái að gera sínar eigin úttektir í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Steyptar burðarplötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um þær úttektir

  • 1711428 – Atvinnulóðir, skilmálar

   Lagður fram listi yfir atvinnulóðir sem var úthlutað fyrir hrun og enduðu almennt í eigu fjármálastofnana og framkvæmdir ekki hafnar.

   Byggingarfulltrúi gerir tillögu að tímaskilmálum og vísar til afgreiðslu lögfræðings bæjarins.

  C-hluti erindi endursend

  • 1711408 – Klukkuvellir 1, svalalokun og breyting anddyris

   Ástak ehf. sækir þann 28.11.2017 um svalalokun og byggingu anddyris úr gleri samkvæmt teikningum Gunnars Pálls Kristinssonar dags. 22.10.2013. Stimpill SHS er á teikningum.

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1710357 – Geislaskarð 2, byggingarleyfi

   Tekið fyrir að nýju erindi VHE ehf. dags. 17.10.2017 um leyfi til að byggja 9 íbúða fjölsbýlishús samkvæmt teikningum Baldurs Ó. Svavarssonar dagsettar 16.10.2017.
   22.11.17 Nýjar teikningar bárust með stimpil frá slökkviliði Höfuðborgasvæðis.

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1711355 – Hellubraut 3, byggingarleyfi, svalir

   Kristinn Magnússon sækir þann 23.11.2017 um leyfi til að stækka svalir um 2.8 m til suðurs samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 14.11.2017.

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1711373 – Helluhraun 16-18, breyting á mhl.0201

   Eik fasteignafélag hf.sækir 23.11.2017 um breytingu á rými 0201, samkvæmt teikningum Freys Frostasonar dags. 22.11.2017
   Einning stimpill frá SHS og brunahönnun.

   Afgreiðslu frestað, vantar stimpil heilbrigðiseftirlits.

Ábendingagátt