Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

6. desember 2017 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 686

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1712059 – Kvistavellir 64, dagsektir vegna bílastæðis

      Á Kvistavöllum 64 hefur eigandi búið til bílastæði á hluta lóðar þar sem bílastæði eru ekki samþykkt, hvorki á aðaluppdráttum eða samkvæmt deiliskipualagi.

      Afgreiðslufundur skipulags og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda að Kvistavöllum 64, þar sem hann hefur útbúið bílastæði við enda á götu sem ekki er heimild til. Eiganda var sent bréf þess efnis og hann hefur ekki brugðist við. Dagsektir verða lagðar á frá og með 2. janúar 2018 og eru 20.000 kr á dag í samræmi við 56 gr. laga um mannvirki 160/2010.

    • 1711036 – Norðurbraut 1, breyting stigi

      Tekið fyrir að nýju erindi Charlottu Oddsdóttur dags. 2.11.17 um að breyta stiga utanhúss á Norðurbraut 1. Nýjar teikningar bárust þann 01.12.2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1711436 – Kaplahraun 16, eigin úttektir byggingarstjóra

      Haukur Berg Gunnarsson sækir þann 30.11.2017 um eigin úttektir byggingarstjóra.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að byggingarstjóri fái að gera sínar eigin úttektir í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010, steyptar plötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um þær úttektir

    • 1610375 – Langeyrarvegur 4, byggingarleyfi, fjölgun íbúða og breyting á eignum

      Tekið fyrir að nýju erindi Brynjars Ingólfssonar dags. 26.10.2016 um að fá eina íbúð samþykkta samkvæmt teikningum Bjarna Óskars Þorsteinssonar dags. 18.10.2016.
      Umsókn til skipulagsfulltrúa barst 28.04.2017 þar sem óskað er eftir að eignatengja bílskur sem skráður er undir Brunnstíg 3 við Langeyrarveg 4.Nýjar teikningar bárust 16.10.2017.
      Nýjar teikningar bárust 30.10.2017 með stimpli SHS og samþykkir meðeiganda.
      Nýjar teikningar bárust 4.12.2017 með samþykki nágranna.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1712072 – Furuás 41 breyting, byggingarleyfi

      Theodór Friðbertsson sækir 30.11. 2017 um heimild til að breyta glugga á hurð á norð-vestur hlið 1. hæðar skv. teikningum Gísla G. Gunnarssonar dags. 27. nóvember 2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1706355 – Strandgata 30, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju erindi 220 Miðbær ehf. dags. 23.6.2017 um að byggja 5.hæða hús með inndreginni, 5.hæð og inngarði fyrir hótel á efri hæðum og þjónustu á verslun á 1.hæð, samkvæmt teikningum Valdimars Harðarsonar dagsettar 22.6.2017

      Afgreiðslu frestað, lóðarleigusamningur í vinnslu.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1706113 – Jólaþorp 2017

      Kaffikerran óskar eftir stöðuleyfi við jólaþorpið helgina, 9 -10. desember og 16-17, desember. Staðsetning er gerð í samráði við verkefnisstjóra jólaþorpsins.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir Kaffikerruna í Jólaþorpinu. Hafa þarf samband við umhverfis-og skipulagsþjónustu varðandi rafmagnstenginu.

    C-hluti erindi endursend

    • 1712016 – Hádegisskarð 29, byggingarleyfi

      Böðvar Ingi Guðbjartsson og Lína Guðnadóttir sækja þann 01.12.2017 um byggingarleyfi á Hádegisskarð 29 samkvæmt teikningum Guðmundar Gunnlaugssonar dags 28.11.2017.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1711441 – Óseyrarbraut 27, byggingarleyfi

      Köfunarþjónustan ehf sækir um að byggja stálgrindarhús á steyptum sökkli á Óseyrarbraut 27. Byggingin um hýsa starfsemi Köfunarþjónustunar ehf svo sem skrifstofur,verstæði og aðrar þjónustudeildar fyrir tækisins auk starfsmannaaðstöðu.Samkvæmt teikningum Ingunar Helgu Hafstað dags.30.11.2017.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt