Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

14. mars 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 697

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1710071 – Erluás 25, skjólveggur, byggingarleyfi

   Ágúst Arnar Hringsson og Alexandra Eir Andrésdóttir sækja með umsókn dags. 4.10. 2017 um samþykki fyrir skjólvegg samkvæmt teikningum Bjarna Snæbjörnssonar dags. 30.08.2017.
   Nýjar teikningar bárust 28.11.2017
   Nýjar teikningar bárust 6.3.2018
   Nýjar teikningar bárust 12.03.18

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1803050 – Dalshraun 6, reyndarteikningar

   Trönur ehf leggja inn þann 6.3.2018 reyndarteikningu af Dalshrauni 6.
   Unnar af Sigurði Hafsteinssyni dagsettar 20.2.2018, stimpill frá SHS og brunavörnum.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1711298 – Hvaleyrarbraut 8-10, stoðveggur á lóð

   Tekin fyrir að nýju umsókn Eignarhaldsfélagsins Bjarg ehf dags. 20.10.2017 um að setja stoðvegg á milli lóða samkvæmt teikningum Guðmunds Óskars Unnarssonar dags. 6.9.2017.
   Nýjar teikningar bárust 26.01.2018 með undirskriftum nágranna, allra nema nr.12.
   05.03.18. Nýjar teikningar bárust með undirskrift nágranna nr.12.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1803034 – Lækjarhvammur 15, fyrirspurn

   Oddur Bogason leggur inn fyrirspurn dags. 4.3. 2018 þar sem óskað er eftir að setja kvist á húsið yfir þaksvalir á suð-austur hlið hússins.
   Lögð fram umsögn arkitekts dags. 8. mars 2018.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru fram í umsögn arkitekts dags. 8. mars 2018.

  • 1803089 – Kjarrberg 3, fyrirspurn

   Ágúst Sigurjónsson leggur inn fyrirspurn dags. 9.3. 2018 þar sem óskað er eftir að koma fyrir grindverki á þaki bílskúrs á lóðinni.
   Lögð fram umsögn arkitekts dags. 8. mars 2018.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum sem sett eru fram í umsögn arkitekts dags. 9.3.2108.

  • 1802088 – Stuðlaberg 76, sólskáli

   Sigurður Þór Björgvinsson Stuðlabergi 76 sækir um leyfi fyrir sólskála, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar mars 2018.
   Nýjar teikningar bárust 8.3.2018.

   Afgreiðslu frestað, lagfæra þarf skráningatöflu.

  • 1803057 – Selhella 7, byggingarleyfi

   Vesturkantur ehf. sækir 6.3.30218 um að byggja staðsteypthús við Selhellu 7 sem á að tengjast starfsemi Selhellu 9, samkvæmt teikningum Guðna Pálssonar dags. 5.03.2018
   Nýjar teiknigar bárust 13.3.2018 með stimpli frá brunahönnun.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að grenndarkynna breytingar á lóð við Selhellu 7 í samræmi við 1.mgr. 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

  • 1802382 – Vesturholt 19, fyrirspurn

   Íris Hvanndal Skaftadóttir leggur inn fyrirspurn dags.23.02.2018 um klæðningar utanhúss á Vesturholti 19.
   Lögð fram umsögn arkitekts dags. 13.3. 2018.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið, en bendir á athugasemdir í umsögn arkitekts dags. 13.3.2018.

  • 1802414 – Ásvellir 1, breytingar

   Hafnarfjarðarkaupstaður leggur þann 27.2.2018 inn ýmsar breytingar á áður samþykktum teikningum t.d.hurðar inni, hurðargat og fleira, skv. teikningum Helga M. Halldórssonar dags. 9.2.2018. Brunahönnun barst einnig.

   Afgreiðslu frestað, vantar stimpil SHS.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1803106 – Einhella 4, umsókn um deiliskipulagsbreytingu

   Iso Tech ehf sækir þann 8.3.2018 um færslu og snúning á byggingarreit og hæð húss verði 11 metrar. Einnig um 6 metra hátt skilti við lóðarmörk.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags-og byggingarráðs.

  • 1706086 – Skólahreystibraut

   Hafnarfjarðarbær sækir um að staðsetja skólahreystibraut á Víðistaðatúni, neðan Víðistaðaskóla þar sem núverandi hreystivöllur er. Þessi nýi völlur kemur í stað núverandi vallar.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar uppsetningu hreystivallarins og mun skipulagsfulltrúi gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli núgildandi deiliskipulags og afgreiðslu fundarins.

  • 1803126 – Krýsuvíkurvegur, skreiðarhjallar - rusl og drasl.

   Borist hefur ábending vegna mikils sóðaskapar við skreiðarhjallana við Krýsuvíkurveg. Um er ræða bílhræ, plast og húsgögn sem liggja á víð og dreif.

   Skipulags- og byggingarfulltrúar beina því til lóðarhafa að fjarlægja þetta eins fljótt og auðið er.

  C-hluti erindi endursend

  • 1803085 – Austurgata 11, viðbygging

   Ásta Sigríður Einarsdóttir sækir þann 6.3.2018 um viðbyggingur á tveimur hæðum austan við núverandi hús. Bílgeymslu á neðri hæð en svefnherbergi og svalir á eftir hæð. Samkvæmt teikningumm Ólafs Ó. Axelssonar dags. 5.3. 2018.
   Lögð fram umsögn arkitekts dags. 14.3. 2018.

   Afgreiðslu frestað, byggingarmagn er fullnýtt á lóðinni. Lóðarhafa er bent á að sækja þarf um deiliskipulagsbreytingu.

  • 1803103 – Óseyrarbraut 3, breyting

   Óseyrarbraut ehf. sækir 12.3.2018 um leyfi til að breyta vélsmiðjunni í gistiheimili og geymsluhúsnæði samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. mars 2018.
   Lögð fram umsögn arkitekts dags. 14.3.2018.

   3Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjar erindinu. Samkvæmt Aðalskipulagi Hafnarfjarðar er ekki heimilt að vera með gistiheimili á Suðurhöfn.

  • 1803037 – Kvistavellir 66-72, breyting

   Snorri ehf leggur þann 05.03.2018 inn uppfærða aðaluppdrátta. Gerð er grein fyrir garðfrágangi, opnanlegt fag í stofu stækkað, innra fyrirkomulagi breytt samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 02.03.2018.

   Afgreiðslufrestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt