Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

21. mars 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 698

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1802155 – Álfhella 6, reyndarteikningar

      Hraunsalir ehf. leggur þann 12.02.2018 reyndarteikningar unnar af Inga Gunnari Þórðarsynni dags 10.01.2008 (breytt 20.01.2018). Teikningar stimplaðar með stimpli SHS. Brunnahönnun barst einnig.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við 1.mgr. 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði þar sem teikningar er sýna byggingu og lóð við Álfhellu 6 gera nú grein fyrir skúr á lóðarmörkum sem ekki var áður.

    • 1802062 – Malarskarð 5-7,byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Valgeirs Pálssonar og Kjartans Hrafnkelssonar dags. 5.2. 2018 um nýbyggingu á parhúsi samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags.31.01.2018. Nýjar teikningar bárust 13.03.2018

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1801506 – Geislaskarð 4-6 (Geislaskarð 2), byggingarleyfi, mhl 02, 03 og 04

      Lögð fram umsókn VHE f.h. Nesnúps ehf send í tölvupósti 21.2. 2018 þar sem sótt er um byggingu fjölbýlishúss skv. teikningum Baldurs Ó. Svavarssonar. Nýjar teikningar dags. 10.01.2018 teiknaðar af Baldri Ó. Svavarssyni. Teikningar stimplaðar með stimpli SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1802413 – Móbergsskarð 4-6, byggingarleyfi

      Teikin fyrir að nýju umsókn Hreins Guðlaugssonar og Sigurðar Daníels Einarssonar dags. 27.02.2018 um leyfi að byggja staðsteypt parhús á 2 hæðum með flötu þaki, samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dags. 26.02.2018. Nýjar teikningar bárust þann 07.03.2018.
      Nýjar teikningar bársust 13.3.2018. Ný teikning A002 barst þann 20.03.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1803316 – Furuás 29, reyndarteikningar

      Ingibjörg Sveinsdóttir og Dýri Kristjánsson leggja inn þann 21.03.2018 reyndarteikningar unnar af Sigrúnu Óladóttur dags 12.03.2018

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    C-hluti erindi endursend

    • 1803084 – Hvaleyrarbraut 29, reyndarteiknigar bil 02-02

      Guðmundur Ingi Björnsson leggur inn 8.3.2018 reyndarteikningar af bili 02-02 breytt innraskipulag og bætt við millilofti samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dagsettar 12.2.2018
      Stimpill frá SHS barst einnig.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjar erindinu. Byggingarmagn er komið langt umfram leyfilegt nýtingarhlutfall lóðarinnar.

    • 1803119 – Eyrartröð 2,byggingarleyfi

      Hvaleyri EHF sækir um leyfi til að innrétta skrifstofu og geymsluhúsnæði samkvæmt teikningur Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 20.02.2012.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1803246 – Kvistavellir 48, skýli

      Steinunn Þorsteinsdóttir sækir 19.3.30218 um útigeymslu á lóð sinni Kvistavöllum 48. samkvæmt teikningum Jóns H. Hlöðverssonar dagsettar 16.3.2018.
      Staðsetning skúrs á lóð samræmist ekki kröfum byggingarreglugerðar.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1803265 – Bæjarhraun 24,breyting innanhúss

      Fari ehf sækir 14.03.18 um breytingu á innra skipulagu og uppfærða skráningu samkvæmt teikningum Ívars Arnars Guðmundsonar dag.09.03.18

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt