Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

11. apríl 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 700

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1802133 – Sléttuhlíð F6, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Óskars Braga Sigþórssonar og Ingunnar Ágústu Guðmundsdóttur dags. 6.2. 2018 um leyfir fyrir frístundahúsi samkvæmt teikningum Kjartans Rafnssonar dags. 9.2.2018. Nýjar teikningar bárust 21.03.18. Nýjar teikningar bárust 27.03.2018. Nýjar teikningar bárust 03.04.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stærð húss er 84.4m2 og 291.6m3

    • 1712187 – Staðarhvammur 23, breyting

      Tekin fyrir að nýju umsókn Hafnarfjarðarbæjar dags. 13.12.2017 um leyfi til að byggja við leikskólann Hvamm skv. teikningum Hjartar Pálssonar dags. 13.12 2017.
      Teikningar með stimpli SHS, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis og Mannvit hf. bárust 27.12.2017. Nýjar teikningar með stimpli SHS, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis og Mannvit hf bárust 04.04.2018 ásamt bréfi frá Arkþing ehf um að Hallur Kristmundsson hefur tekið að sér að vera hönnuður og hönnunarstjóri á Staðarhvammi 23.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stækkun á húsi er 78.0m2 og 732.5m3

    • 1804076 – Strandgata 24b, stöðuleyfi

      Hafnarfjarðarbær sækir þann 5.4. 2018 um stöðuleyfi fyrir tvö söluhús vegna sumardagsins fyrsta, frá 18.04 til 23.04.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir tvö hús vegna sumardagsins fyrsta, frá 18.04-23.04

    • 1804074 – Óseyrarbraut 27, eigin úttektir

      Jóhannes Benediktsson bygginarstjóri á Óseyrarbraut 27 óskar eftir eigin úttektum á framkvæmd.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að byggingarstjóri, Jóhannes Benediktsson, fái að gera sínar eigin úttektir í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010, steyptar plötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um þær úttektir

    • 1701692 – Hellubraut 7, niðurrif

      Gunnar Hjaltalín sækir 31.01.2017 um niðurrif á húsinu Hellubraut 7 v/nýbyggingar.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúra samþykkir niðurrif hússins með vísan til bréfs Minjastofnunar dagsett 07.09.2016.

    • 1803362 – Álhella 18, byggingarleyfi, malbikunarstöð, skrifstofa og starfsmannahús

      Tekin fyrir á ný umsókn Munck Ísland ehf dags. 23.03.18 um verkstæði, skrifstofu og starfsmannahús. Geymsluskemma (mhl3)Geymsluskemma (mhl4). Færanlega rannsóknarstofu, færanleg malbiksstöð og steypt öryggisþró. Samvæmt teikningum Jóhanns Magnúsar Kristinssonar dags.21.03.18

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1804145 – Reykjanesbraut, gatnamót við Fjarðarhraun, breikkun, framkvæmdaleyfi

      Vegagerðin sækir með bréfi dags. 8. apríl 2018 um framkvæmdarleyfi vegna breikkunar gatnamóta Reykjanesbrautar/Fjarðarhrauns.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir þessari framkvæmd samanber byggingarreglugerð nr. 112/2012

    • 1804229 – Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, framkvæmdarleyfi

      Hafnarfjarðarbær sækir með bréfi dags. 11. apríl 2018 um framkvæmdarleyfi til að gera nýtt bílastæði við Kaldársel/Gjárnar.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir þessari framkvæmd samanber byggingarreglugerð nr. 112/2012.

    C-hluti erindi endursend

    • 1804120 – Brekkutröð 3, stöðuleyfi

      Ísblik ehf. sækir 6.4.2018 um stöðuleyfi við Brekkutröð 3, undirskriftir nágranna bárust einnig.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa tekur neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki deiliskipulag, ekki er hægt að sækja um stöðuleyfi fyrir fast mannvirki.

    • 1804032 – Furuás 30, reyndarteikningar

      Birgir Þór Leifsson leggur 3.4.2018 inn reyndarteikningar, unnar af Erlendi Árna Hjálmarssyni dagsettar 3.4.2018.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1802088 – Stuðlaberg 76, sólskáli

      Tekið fyrir að nýju erindi Sigurðar Þórs Björgvinssonar dags. 5. febrúar 2018 um leyfi fyrir sólskála, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar mars 2018.
      Nýjar teikningar bárust 8.3.2018.
      Nýjar teikningar bárust 28.3.2018

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt