Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

25. apríl 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 702

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1804425 – Skútahraun 2 reyndarteikningar

      Skútahraun 2, Smárakirkja, leggur inn reyndarteikningar Sigurðar Hafsteinssonar dags.15.12.32017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1802144 – Strandgata 88, reyndarteikningar

      Tekið fyrir að nýju erindi Hafnarfjarðarbæjar dags. 8.2. 2018 um samþykkt reyndarteikninga.
      Nýjar teikningar unnar af Friðriki Friðrikssyni með stimpli SHS bárust þann 20.04.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykki erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1804289 – Móbergsskarð 10-12, byggingarleyfi

      Jórunn Jónsdóttir og Sigurður Sveinbjörn Gylfason sækja 13.4.2018 um leyfi til að byggja staðsteypt parhús á 2.hæðum samkvæmt teikningum Hauks Ásgeirssonar dagsettar 13.3.2018

      Byggingarfulltrúi samþykki erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.
      Stærð húsa Móbersskarð 10 250.7m2 og 875.3m3, Móbergsskarð 12 250.7m2 og 875.3m3

    • 1804343 – Kirkjuvegur 5,breyting

      Jónas Jónasson sækir þann 12.4. 2018 um að gera gat á steyptan vegg milli eldhúss og stofu á 1 hæð skv. teikningum Verkíss verkfræðistofu dags.06.03.2018

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1803317 – Einhella 5, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju rindi Björg Real Estate ehf dags. 21.3. 2018 um að byggja einnar hæðar atvinnuhús á Einhellu 5, samkvæmt teikningum Orra Árnasonar.
      Nýjar teikningar bárust 23.04.2018 með stimpli Slökkvilið Höfuborgsvæðisins,

      Byggingingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stærð 1703,3m2 og 9.249.1m3

    • 1804388 – Hrauntunga 10.fyrirspurn

      Darija Kospenda sækir þann 17.4. 2018 um að hækka gestahús í garðinum samkv. ódags. fyrirspurnarteikningum Artitus.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í fyrirspurnina þar sem hún samræmist ekki deiliskipulagi.

    • 1802274 – Apalskarð 6-8 byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju umsókn VHE ehf dags. 19.02.18 um byggingarleyfi fyrir Apalskarð 6-8 með stimpli frá slökkviliði höfuðborgarsvæðis. Samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dag.08.02.2018. Nýjar teikningar með stimpli frá SHS bárust 11.04.2018. Lóðarteikning (í þríriti) barst þann 25.04.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1801071 – Bergsskarð 1, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju umsókn VHE ehf dags. 4.1. 2018 um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús skv. teikningum gerðum af Orra Árnasyn.
      Nýjar teikningar dags. 08.02.2018 bárust 14.02.2018 stimplaðar af SHS, ásamt gátlista vegna aðaluppdrátta.
      Nýjar teikningar bárust 13.03.18 með stimpli frá slökkviliði höfuðborgarsvæðis. Nýjar teikningar bárust 11.04.18 með stimpli frá SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykki erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1801070 – Bergsskarð 3 (Bergsskarð 1 mhl 02), byggingarleyfi

      Tekið fyrir umsókn VHE ehf sækja um byggingarleyfi þann 04.01.18, fyrir fjölbýlishús á lóðinni Bergskarð 3, Teikningar gerðar af Orra Árnasyni. Nýjar teikningar dags. 08.02.2018 bárust 14.02.2018 stimplaðar af SHS, ásamt gátlista vegna aðaluppdrátta.Nýjar teikningar bárust 13.03.18 stimplaðar af SHS. Nýjar teikningar með stimpli frá SHS bárust þann 11.04.18.

      Byggingarfulltrúi samþykki erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1804445 – Brekkugata 12, grenitré

      Helga Lára Þorsteinsdóttir og Pétur Örn Friðriksson óska með tölvupósti dags. 12.3. 2018 eftir því að fjarlægja grenitré sem stendur á lóðinni. Tréð er bæði orðið mjög stórt og barrlaust vegna sitkalúsar og eins varpar það miklum skugga á umhverfi sitt. Fyrir liggur minnisblað garðyrkjustjóra sem gerir ekki athugasemd við erindið þar sem tréð er illa farið.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu í skipulags- og byggingarráð skv. 3. gr. samþykktar um friðun og verndun trjágróðurs í Hafnarfirði.

    C-hluti erindi endursend

    • 1712202 – Suðurhella 4, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Bors ehf dags. 14.12.2017 um leyfi að byggja stálgrindarhús, samkvæmt teikningum Aðalsteins Júlíussonar dagsettar 09.12.2017.Nýjar teikningar bárust dags. 06.02.2018 og greinagerðv/brunavarnir. Nýjar teikningar bárust 16.4. 2018 m/stimpli frá slökkviliði höfuðborgarsvæðis.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1804351 – Kirkjuvegur 9, reyndarteikning

      Brynjar Ingólfsson leggur 16.04.2018 inn reyndarteikningar unnar af Gunnari Loga Gunnarssyni dags 12.04.2018. Húsið og fyrirkomulag var svona við kaup 2013. Sett var nýtt klóset og sturta.

      Afgreiðslu frestað, umsækjandi þarf að panta húsaskoðun hjá byggingarfulltrúa.

Ábendingagátt