Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

2. maí 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 703

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1803037 – Kvistavellir 66-72, breyting

      Tekin fyrir að nýju umsókn Snorra ehf dags. 05.03.2018 fram uppfærða aðaluppdrátta. Grein gerð fyrir garðfrágangi, opnanleg fag í stofu stækkað, innra fyrirkomulagi breytt samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 02.03.2018.
      Nýjar leiðréttar teikningar bárust 19.3.2018. Nýjar teikningar bárust þann 24.04.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1803386 – Selhella 8,bygginarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Vesturkants ehf. dags. 27.3.2018 um að byggja þjónustu og lagerbyggingu samkvæmt teikningum Guðna Pálssonar dagsettar 23.8.2018.
      Nýjar teikningar bárust 02.05.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1805017 – Suðurgata 41, mhl. 03, umsókn um niðurrif

      Hafnarfjarðarbær sækir þann 2.5. 2018 að rífa mhl 03 við Suðurgötu 41.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið en bendir á að erindið krefst starfsleyfis heilbgrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og skrá þarf byggingarstjóra á verkið.

    • 1804557 – Flugvellir 1, flughermabygging

      Iceeignir ehf sækja með umsókn dags. 23.3. 2018 um viðbyggingu við flughermabyggingu á lóðinni skv. teikningum Ólafs Óskars Axelssonar. Stimplar frá SHS og brunahönnun bárust eining.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1803057 – Selhella 7, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Vesturkants ehf. dags 6.3.30218 um að byggja staðsteypthús við Selhellu 7 sem á að tengjast starfsemi Selhellu 9. samkvæmt teikningum Guðna Pálssonar dagsettar 5.03.2018
      Nýjar teiknigar bárust 13.3.2018 með stimpli frá brunahönnun.
      Nýjar teikningar bárust 15.3.2018
      Nýjar teikningar bárust 02.05.2018
      Grenndarkynningu lokið og engar athugasemdir bárust

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1804075 – Fagrahlíð 3, tilkynningaskyld framkvæmd

      Sara Gabríella Hafsteinsdóttir leggur inn þann 05.04.2018 tilkynningaskylda framkvæmd, skjólvegg og pall við íbúð hennar á jarðhæð, fundargerð aðalfundar fylgir með.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið í samræmi við grein 2.3.6 í byggingarreglugerð 112/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1805018 – Víðistaðatún, afnot af túni fyrir sýningarþjálfum.

      Hafdís Jóna Þórarinsdóttir óskar eftir fyrir hönd Ungmennadadeildar HRFÍ að halda sýningarþjálfanir á Víðistaðatúni 22, 29. maí og 5. júní frá kl. 18-21.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar afnot af túninu á umræddum dögum og benda á að ganga skuli snyrtilega um og hirða upp eftir hunda.

    C-hluti erindi endursend

    • 1804552 – Hnoðravellir 8-10, steyptir veggir og girðing

      Helgi Númason og eigendur af Hnoðravöllum 8-10 leggja inn teikningar af timburgirðingu og steypuvegg á lóð.
      Steyptir veggir á lóðamörkum við Hnoðravellir eru 1,5 m háir til ð tryggja næði fyrir íbúa í frekar grunnum forgörðum sem opnast inn í stofu.
      Timburgirðingar á bakhlið lóðar eru 1.7m háir frá lóð, en á bilinu 2.4m upp í 2.6m frá gangstétt. Þessi hæð tryggir næði í bakgörðum húsanna og skýlir frá umferð um Hvannavelli sem er aðalumferðaræð inn í hverfið og þá sérstaklega strætisvögnum, timburgirðingarnar eru örlítið lægri en girðingar sem eru nærliggjandi lóðar.
      Teikningar unnar af Kára Eiríkssyni dagsettar 23.4.2018

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjar erindinu eins og það liggur fyrir.

    • 1802307 – Drangsskarð 10, bygginarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Péturs Ólafssonar byggverktak ehf. dags. 20.2.2018 að byggja 4.íbúða raðhús samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 20.2.2018
      Nýjar teikningar bárust 25.4.2018

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1804472 – Koparhella 1, byggingarleyfi, steypustöð

      GT Verktakar ehf. sækir um að byggja steypustöð ásamt starfsmannaaðstöðu samkvæmt teikningum Guðmundar Óskars Unnarssonar dags. 20.04.2018.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1804529 – Lónsbraut 6, breyting á brunahönnun

      Kristinn Ragnarsson sækir um þann 25.04.2018, um breytingu á brunalýsingu fyrir Lónsbraut 6.

      Afgreislu frestað, vantar stimpilS HS á teikningarnar.

Ábendingagátt