Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

9. maí 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 704

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1805075 – Klukkuvellir 5,reyndarteikningar

   Hástígur ehf leggur inn reyndarteikningar af Klukkuvellum 5 7.5. 2018.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindi í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1709254 – Hamarsbraut 5, byggingarleyfi

   Tekin fyrir að nýju umsókn Samræmis ehf. dags. 8.9.2017 um leyfi til að byggja parhús á tveimur hæðum samkvæmt teiningum Svövu B.Jónsdóttur dagsettar 7.9.2017
   Nýjar teikningar bárust 26.9.2017. Nýjar teikningar dags, 5.11.2017 bárust.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010 heildarstærð 194.8m2 og 609.1m3

  • 1802155 – Álfhella 6, reyndarteikningar

   Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 21.3.2018 var samþykkt að grenndarkynna erindi vegna Álfhellu 6 í samræmi við 1.mgr. 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.
   Teikningarnar voru grenndarkynntar frá 23.03.2018 til 20.04.2018. Engar athugasemdir bárust.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1712090 – Einhella 9, byggingarleyfi

   Tekin fyrir að nýju umsókn Borgarafls ehf. dags. 07.12.2017 um leyfi til að byggja nýtt atvinnuhúsnæði samkvæmt teikningum Valgeirs Bergs Steindórssonar teiknaðar í des. 2017. Nýjar teikningar bárust 17.04.2018.
   Nýjar teikningar bárust 27.04.2018 með stimpli SHS og brunahönnun.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stærð 1887,8m2 og 11.069.1m3

  B-hluti skipulagserindi

  • 1805217 – Uppland Hafnarfjarðar, Hvaleyrarvatn, reiðstígur

   Hafnarfjarðarbær óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir gerð reiðstígs við Hvaleyrarvatn skv. meðfylgjandi gögnum. Stígurinn er í samræmi við gildandi aðalskipulag Hafnarfjarðar 2015-2025 og gildandi deiliskipulag fyrir Hvaleyarvatna og Höfðaskóg.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkja erindið á grundvelli gildandi skipulags.

  • 1804540 – Hrauntunga 20, fyrirspurn

   Örn Þór Halldórsson óskar með umsókn dags. 20.4. 2018 eftir að byggja 40m 2 viðbyggingu við húsið í samræmi við skissur teiknistofunnar Random ark er sýnir staðsetningu fyrirhugaðrar stækkunar. Undirskriftir helmingi eigenda aðliggjandi húsa fylgja erindinu.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir nú þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
   Skv. gildandi skipulagi er heimild til að byggja allt að 26m2 sólskála. Sé áhugi á að byggja við húsið skal halda byggingarmagni innan þess sem heimild er til. Einnig þarf að gæta að staðsetningu viðbyggingarinnar þar sem stígur liggur meðfram lóðinni. Draga þyrfti viðbygginguna inn frá lóðarmörkum.

  • 1804536 – Gjáhella 17, fyrirspurn um stækkun á bygginarreit

   Fjarðarafl ehf leggur in fyrirspurn dags. 26.4. 2018 um að stækka byggingarreit við Gjáhellu 17 í samræmi við greinargerð og skissu sem sýnir fyrirhugaða stækkun.
   Lögð fram umsögn arkitekts dags. 8.5. 2018.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarráðs tekur neikvætt erindið eins og það liggur fyrir nú með hliðsjón af umsögn arkitekts dags. 8.5.2018.

  • 1802114 – Álfhella 4, umsókn til skipulagsfulltrúa

   KB Verk ehf. sækir þann 08.02.2018 um breytingu á deiliskipulagi í kjölfarið á jákvæðum undirtektum við fyrirspurn um sama efni. Breyting felst í breyttri lögun byggingareits.
   Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 14.2.2018 var samþykkt að grenndarkynna breytingu á lóðinni við Álfhellu 4 í samræmi við 1.mgr. 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar. Var breytingin auglýst frá 26.3.2018-23.4.2018. Engar athugasemdir bárust.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir breytt deiliskipulag í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

  • 1805235 – Uppland Hafnarfjarðar, áningarstaður fyrir hesta.

   Hafnarfjarðarbær óskar eftir leyfi til að setja upp áningarstaði fyrir hesta í upplandi Hafnarfirði í samræmi við fyrirliggjandi uppdrátt.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar uppsetninguna í samráði við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Vakin er athygli á að við áningarstað á Smyrlabúðarleið er hverfisvernd. Verndin felur í sér að ekki má raska svæði né rækta í 20 m. radíus út frá minjunum.

  C-hluti erindi endursend

  • 1805044 – Óseyrarbraut 27B, byggingarleyfi

   Sölvi Steinarr slf sækir þann 29.4. 2018 um byggingarleyfi fyrir sýninga- og vakthús skv. teikningum Sveins Ívarssonar dags. 15.04.2018

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1804588 – Brattakinn 5, breyting

   Vilmar Breki Jóhannsson sækir 30.4.2018 um leyfi til að lækka gólf í kjallara til samþykktar á íbúð og viðbygginu til norðurs, hús klætt með standandi klæðningu samkvæmt teikningur Friðriks Friðrikssonar dagsettar 25.4.2018

   Afgreiðslu frestað, vantar undirskrift meðeigenda.

  • 1805031 – Hafravellir 7, skjólveggur

   Árni Rúnarsson sækir þann 1.5.2018 um leyfi til að reisa grindverk á lóðamörkum í samræmi við ljósmyndir og skissu er sýna fyrirhugaða staðsetningu grindverksins.

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.
   Huga þarf að hæð grindverks mót götu þar sem staðsetning þess og hæð byrgir sjónræn tengsl við götu og gangstétt. Huga þarf að uppbroti og hæð grindverks sunnan við húsið.

  • 1804387 – Ölduslóð 46, fyrirspurn

   Eyþór Ragnar Jósepsson leggur þann 17.04.2018 fram fyrirspurn um að hækka mæni, bæta við þakgluggum, fjarlægja stromp og stækka núverandi kvist norðanmegin á Ölduslóð 46 samkvæmt fyrirspurnaruppdráttum Ásgeirs Ásgeirssonar dags 13.04.2018.

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1707196 – Öldugata 12, byggingarleyfi

   Tekin fyrir að nýju umsókn Friðriks V Steingrímssonar dags. 19.07.2017 um viðbyggingu til vesturs, bílskúr á lóð og kvistir á þakhæð samkvæmt teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 04.11.2016(teikningar bárust í tvíriti).Nýjar teiknigar bárust 15.09.2017. Nýjar teikningar bárust 29.11.2017. Nýjar teikningar bárust þann 30.4.2018.

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullægjandi.

  • 1804472 – Koparhella 1, byggingarleyfi, steypustöð

   Tekin fyrir að nýju umsókn GT Verktaka ehf. dags. 24.4. 2018 um að byggja steypustöð ásamt starfsmannaaðstöðu samkvæmt teikningum Guðmunds Óskars Unnarssonar dags. 20.04.2018.
   Nýjar teikningar bárust 8.5.2018

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1801397 – Reykjavíkurvegur 60, skjólpallur

   Tekin fyrir að nýju umsókn JM veitingar ehf. dags. 16.1.2018 um leyfi að setja timbur sjólvegg 1,80cm á hæð, samkvæmt teikningum Björgvins Snæbjörnssonar dagsettar 30.11.2017, Nýjar teikningar bárust 05.03.2018 og gátlisti .
   Ný umsókn með nýrri dagsetningu barst 2.5.2018

   Afgreiðlsu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt