Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

16. maí 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 705

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1805294 – Flensborgarhöfn, stöðuleyfi sjómannadagur

      Þann 15.05 sækir Hafnarfjarðarbær um stöðuleyfi fyrir þrjú söluhús við Fornubúðir vegna sjómannadagsins. frá 1.06 og 04.06.2018

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að sett verða upp þrjú söluhús við Fornubúðir vegna sjómannadagsins

    • 1804555 – Unnarstígur 2, breyting á handriði

      Sigurgrímur Skúlason sækir með bréfi dags. 22. apríl 2018 um að breyta handriði á svölum húss byggðu 1922.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1804387 – Ölduslóð 46, fyrirspurn

      Eyþór Ragnar Jósepsson leggur þann 17.04.2018 fram fyrirspurn um að hækka mæni, bæta við þakgluggum, fjarlægja skorstein og stækka núverandi kvist norðanmegin á Ölduslóð 46 samkvæmt fyrirspurnaruppdráttum Ásgeirs Ásgeirssonar dags 13.04.2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið. Vakin er athygli að við inngang hússins er búið að útbúa anddyri sem er ólöglegt.

    • 1804247 – Hamranes aðveitustöð. byggingarleyfi

      HS Veitur sækir um framkvæmdaleyfi þann 12.04.18 fyrir aðveitustöð Hamranesi samkvæmt teikningum Jóns Ólafs Ólafssonar dags. 28.03.2018

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuvegi á grundvelli innsendra gagna og með vísan til 13 gr. skipulagslaga 123/2010

    • 1805317 – Erluás 31, bréf frá nágranna vegna byggingarleyfis

      Friðrik Þór Friðriksson krefst stöðvun framkvæmda á lóðinni við Erluás 31, með bréfi dags. 05.05.2018

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1801499 – Hellisgata 32, fyrirspurn til byggingarfulltrúa

      Þann 23.01.2018 leggur Viðar Jónsson inn fyrirspurn til byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að stækka neðri hæð húss um 3 m til norðurs og útbúa svalir ofan á stækkuninni. Jafnframt að breikka bílgeymslu um 1,4 m til austurs.
      Lögð fram umsögn arkitekts dags. 16.5. 2018.

      Afgreiðslu frestað með hliðsjón af fyrirliggjandi umsögn arkitekts.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1802258 – Rimmugýgur, Víkingahátíð í Hafnarfirði, ósk um aðstöðu

      Bæjarráðs Hafnarfjarðar vísaði þann 22. febrúar sl. erindi Rimmugýgs um aðstöðu fyrir Víkingahátíð í Hafnarfirði 14- 17. júní nk. til vinnslu hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilia aðstöðu á Víðistaðatúni en benda á að hvað varðar afnot af salerni og tjaldstæði þarf að hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar þess. Það má búast við að að það séu tjaldgestir á tjaldstæðinu og verður að taka tillit til þeirra og viðburða er kunna að vera í kirkjunni á sama tíma.
      Heilbrigðiseftirlit er leyfishafi hvað varðar drykkjar- og matarsölu. Allt rusl skal fjarlægt og skal skila svæðinu í viðunandi ástandi.

    • 1805281 – Víðistaðatún, ósk um afnot vegna hundasýningar

      Hundaræktarfélag Íslands óskar eftir að halda útisýningu á vegum félagsins á Víðistaðatúni þann 8- 10. júní nk. Óskað er eftir aðgang að rafmagni, salernum og eins bílastæðum.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkja að haldin sé hundasýning á Víðistaðatúni þessa helgi og leggur áherslu á að allt sé hirt upp eftir hundana og að svæðið verði skilið eftir í viðunandi ástandi og allt rusl tekið að sýningu lokinni. Hvað varðar afnot af salernum að þá skal hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar. Eins skal hafa samband við HS veitur vegna rafmagns. Hvað varðar bílastæði við kirkjuna skal haft samráð við Víðistaðakirkju með þau.

    • 1805241 – Brekkugata 5, fyrirspurn til skipulags-og byggingarfulltrúa

      Andrew Ibsen gerir fyrirspurn með tölvupósti 11.5.2018um að gera bílastæði við vesturhlið hússins.
      Lögð fram umsögn arkitekts dags. 15.5. 2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið með hliðsjón af fyrirliggjandi umsögn arkitekts.

    • 1604501 – Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag

      Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu dags. 15.05.2018 að frávikum á skilmálum frá gildandi skilmálum annars áfanga Skarðshlíðar, gildandi skilmálar voru samþykktir í bæjarstjórn 21.12.2016.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir tillöguna

    C-hluti erindi endursend

    • 1805296 – Lækjargata 3, byggingarleyfi

      Auðunn Helgasson sækir 15.05.18 um leyfi fyrir viðbyggingu. Samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 11.05.18

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1805216 – Stapahraun 11-12, byggingarleyfi

      Kaffibrennsla Hafnarfjarðar ehf sækir þann 08.05.2018 um stækkun á millilofti samkvæmt teikningum Jens Karls Bernharðssonar dags. 15.03.2018.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1805222 – Furuvellir 22,byggingarleyfi innanhús breytingar

      Þann 9.5.2018 sækir Stefán Reynisson um að breyta innra skipulagi á húsnæðinu við Furuvellir 22.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1803367 – Hringhella 9, byggingarleyfi vegna nýs hús á lóð.

      Tekin fyrir að nýju umsókn Faðmlags ehf, dags. 23.3.2018 um að byggja hús á Hringhellu 9, teikningar gerðar af Kristni Ragnarssyni arkitekt. Nýjar teiknigar bárust 09.05.2018,með stimpli SHS.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1805273 – Reykjavíkurvegur 72, breyting

      Pólóborg ehf. sækir 14.5.2018 um breytingum a innréttingum í söluturni á 1.hæð og setja auka útidyr á vesturhlið, samkvæmt teikningum Ágústs Þórðarsonar dagsettar 30.11.2017
      undirskriftir nágranna barst einnig með umsókn.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1805211 – Burknavellir 2,skjólveggur

      Egill Hjartasson sækir 08.05.18 um að reysa skjólvegg fyrir framan Burknavelli 2 og láta einfalda girðingu í stað runna við Akurvelli. Lögð fram umsögn arkitekts dags. 16.5. 2018.

      Afgreiðslu frestað með hliðsjón af fyrirliggjandi umsögn arkitekts.

    • 1805315 – Vitastígur 8, byggingarleyfi rishæð

      Einar Gíslason sækir um þann 16.05.2018 að setja kvist á húsið til suðurs.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt