Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

4. júlí 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 712

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1806288 – Blómvellir 5, svalir

      Tekið fyrir að nýju erindi Jóns Trausta Leifssonar dags. 20.06.2018 um að stækka svalir á 2. hæð hússins (suð-austur hluti) og breyta frágangi og uppbyggingu svalahandriða samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðasonar dags. 15.06.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1806400 – Norðurbraut 39, reyndarteikningar

      Jóhannes Magnús Ármannsson leggur 29.6.2018 inn reyndarteikningar af Norðurbraut 39 samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 15.6.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1806212 – Hraunstígur 2,fyrirspurn

      Sveinn Bjarki Þórarinsson leggur inn fyrirspurn dags. 15.6.2018 um að byggja við húsið ca 8m2.
      Lögð fram umsögn arkitekts dags. 4.7.2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa tekur jákvætt í erindið með hliðsjón af umsögn arkitekts.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1806103 – Fjóluvellir 8, land í fóstur

      Kristbjörg Magnúsdóttir, Fjóluvöllum 8, óskar þann 7.06.18 eftir að taka land í fóstur meðfram göngustíg milli húsanna Fjóluvellir 8 og 10.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa tekurjákvætt í að umsækjandi taki land í fóstur bak við húsið, en bendir á að gera þarf samning við Hafnarfjarðarbæ varðandi slíkt. Bent er á að umrætt svæði er hverfisverndað í gildandi deiliskipulagi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar frágangi við göngustíg til framkvæmda- og rekstardeildar.

    • 1806373 – Vörðustígur 5, fyrirspurn, frágangur á lóð

      Hjálmar Loftsson leggur 27.6.2018 inn fyrirspurn um breytingar á lóð. Með erindinu fylgdu skissur er gerðu grein fyrir fyrirhuguðum skúr á lóð.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa tekur jákvætt í erindið, en skriflegt samþykki aðliggjandi lóðarhafa þarf að liggja fyrir.

    • 1712303 – Einhella 3.og 5., breyting á deiliskipulagi

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti þann 6.3.2018 breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar við Einhellu 3 og 5. Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hefur öðlast gildi. Auglýst í b-deild stjórnartíðinda þann 18. apríl sl.

      Í ljós kom skekkja á skipulagsuppdrætti. Í ljósi þess var endurskoðun grenndarkynnt sk. 1.mgr. 2.gr. um heimild til embættisafgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.
      Grenndarkynnt var frá 5.6.- 3.7. 2018. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir þær breytingar sem gerðar voru á uppdrætti og að málinu verði lokið í samræmi við skipulagslög 123/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1806391 – Brenniskarð 1-3, fyrirspurn

      Þrastarverk ehf. leggja fram fyrirspurn dags.27.6. 2018 um að byggja fjölbýlishús á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 19.07.2017. Umsókninni fylgja mæliblað og hæðablað.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

    • 1806363 – Álfholt 10,byggingarleyfi

      Kristján Sigmundsson sækir með umsókn dags. 20.6.2018 um að gera sérnotareit, sólpall og skjólgirðingu úr timbri skv.
      teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 20.6.2018, undirskriftir nágranna bárust einnig.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjar erindinu. Samræmist ekki lögum um fjöleignarhús, lóð er sameign allra og er leigulóð í eigu Hafnarfjarðarbæjar.

    • 1806355 – Álfhella 4, byggingarleyfi

      KB Verk ehf. sækir þann 26.06.2018 um byggingarleyfi fyrir iðnaðar- og geymsluhúsnæði á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dags. 20.06.2018. Teikningar með stimpli SHS, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis og yfirfarnar af brunnahönnuði. Umsókninni fylgja: mæliblað, hæðablað og breyting á deiliskipulagi.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1807017 – Tinhella 8, byggingarleyfi

      Vaka hf., björgunarfélag sækir 2.7.2018 um að reisa stálgrindarhús samkvæmt teikningum Jóns Grétars Ólafssonar dagsettar 25.6.2018 með stimpli SHS og brunahönnuð.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1806388 – Fjóluás 12, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Sigurbjörn Jónsson leggur inn fyrirspurn dags. 28.6. 2018 þar sem óskað er eftir að reisa pall og skjólvegg úr timbri að bæjarlandi.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið þar sem það vantar skriflegt samþykki aðliggjandi lóðarhafa.

    • 1807026 – Hádegisskarð 23, byggingarleyfi

      Helga Björg Sigurðardóttir sækir þann 03.07.2018 um leyfi fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum, staðsteyptu klæddu að utan með ljósri áklæðningu samkvæmt teikningum Sveinbjörns Jónssonar dags. 29.06.2018. Mæliblað og hæðablað barst einnig.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1806264 – Háholt 10, fyrirspurn

      Kristín Þorvaldsdóttir leggur inn 19.06.2018 fyrirspurn um að fá að byggja pall og skjólvegg ca 31 fermeter, hæð 120 til 180 cm. meðfylgjandi er samþykki nágranna.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.

Ábendingagátt