Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

18. júlí 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 714

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1807068 – Móbergsskarð 5-7, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Borghildar Sverrisdóttur og Þóru Sveinsdóttur dags. 4.7. 2018 um byggingarleyfi til byggingar á parhúsi skv. teikningum Kára Eiríkssonar dags. 25.07.2018. Nýjar teikningar bárust þann 16.07.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.
      Stærðir: Móbergsskarð 5 er 231.4m2 og 804m3, Móbergsskarð 7 er 252.4m2 og 794.1m3

    • 1807173 – Lóuhraun 3, breyting

      Sigurður Böðvarsson sækir þann 12.07.20178 um leyfi til að breyta gluggum í hurð út í garð samkvæmt teikningum Árnýjar Þórarinsdóttur.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1807119 – Hlíðarás 18, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Eyrúnar Linnet dags. 09.07.2018 um útfærslu á lóð – veggir á lóðamörkum samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 06.07.2018. Nýjar teikningar bárust þann 16.07.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1805541 – Melabraut 17, reyndarteikning

      Tekin fyrir að nýju umsókn RA 5 dags. 25.05.2018 um reyndarteikningu af húsnæði samkvæmt teikningum Erlends Birgissonar unnar í maí 2018. Nýjar teikningar með stimpli SHS bárust þann 16.07.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1806279 – Lækjargata 32, svalir

      Tekin fyrir að nýju umsókn Kristins Ragnarssonar fyrir hönd Jóns Rafnars Jónssonar dags. 11.6. 2018 um að fá að gera glerlokun á íbúð sinni á jarðhæð á Lækjargötu 32, Undirskriftir nágranna barst með teikningum þann 20.6.2018.
      Nýjar teikningar bárust 13.07.2018 ásamt lista með samþykki þinglýstra eigenda.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1806196 – Skúlaskeið 4, byggingarleyfi, kvistur

      Tekin fyrir að nýju umsókn Atla Erlingssonar og Önnu Kristínar Jóhannsdóttur dags.13.06.2018 um leyfi til að byggja kvist á húsið að austanverðu samkvæmt teikningum Jóns Eiríks Guðmundssonar dags. 02.05.2018.
      Nýjar teikningar bárust 26.06.18. Nýjar teikningar bárust 16.07.18 ásamt samþykki nágranna
      Lögð fram umsögn Minjastofnunar dags, 6. júní 2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010,
      Stækkun er 18.1m2 og 31.9m3.

    • 1805215 – Strandgata 32, fyrirspurn

      Jónas Pétursson leggur inn fyrirspurnþann 6.05.2018 um að setja svalir utan á húsið til suðvesturs.
      Lögð fram umsögn arkitekts dags. 17.7. 2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið með hliðsjón af umsögn arkitekts. Athygli er vakin á byggingaráformum á Strandgötu 30.

    • 1806388 – Fjóluás 12, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Tekin fyrir að nýju fyrispurn Sigurbjörns Jónssonar dags. 28.6. 2018 þar sem óskað er eftir að reisa pall og skjólvegg úr timbri að bæjarlandi.
      lögð fram umsögn arkitekts dags. 17.7. 2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið með hliðsjón af umsögn arkitekts.

    • 1806290 – Hverfisgata 54, fyrirspurn til byggingarfulltrúa

      Þorbjörg Dóra Gunnarsdóttir og Jón Kristján Ólason óska eftir leyfi til að skrá íbúðirnar þrjár sem eru á Hverfisgötu 54 aftur á þrjú fastanúmer. Íbúðirnar voru á þremur fastanúmerum til 2006 en voru þá sameinaðar á eitt fastanúmer. Teikningar voru sendar í tölvupósti til byggingarfulltrúa þann 20.06.2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið á þeim forsendum að gerðar verða tvær íbúðir að teknu tilliti til byggingarreglugerðar og skipulagslaga.

    • 1807219 – Strandgata 4-6, innanhúsbreytingar Bæjarbíó

      Hafnarfjarðarbær sækir þann 16.7. 2018 um leyfi til að gera innanhúsbreytingar á Bæjarbíói, breytingin nær til bars, snyrtinga og setustofu.

      Byggingarfullrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1806350 – Þúfubarð 14, fyrirspurn, fjölgun íbúða

      Magnús Helgason, leggur inn fyrirspurn þann 26.6.2018 um hvort hægt sé að breyta einbýlishúsi í þrjár íbúðir ofl.
      Lögð fram umsögn arkitekts dags. 18.7. 2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa tekur neikvætt í erindið þar sem ekki er heimilt að breyta einbýlishúsi í fjölbýlishús samkvæmt deiliskipulagi. Heimilt er að byggja bílskúr samkvæmt teikningu frá 1964 eins og fram kemur í umsögn arkitekts.

    C-hluti erindi endursend

    • 1807146 – Norðurhella 9, fyrirspurn

      Mótandi gerir fyrirspurn þann 10.7. 2018 um að fá að ganga inná 2 hæð upp tröppur á gafli á svalainngang og þar inn á skrifstofur skv. teikningum Kjartans Sigurðssonar dags. 10.07.2018

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki skilmálum.

    • 1807020 – Hraunbrún 8, sólpallur og skjólveggur

      Vilhjálmur Sigurjónsson sækir þann 2.7. 2018 um að reisa sólpall ásamt skjólveggjum við parhús að Hraunbrún 8

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1807192 – Ölduslóð 46, byggingarleyfi

      Eyþór Jósepsson sækir um 13.07.2018 að fá að hækka núverandi mæni, fjarlægja stromp og stækka núverndi kvist norðanmegin. Setja nýja þakglugga norðan og sunnanmegin og nýja glugga í stað eldri á efstu hæð á sitt hvorum gafli. Nýir gluggar á gafli eru samskona og núverandi gluggar.
      Einnig er sótt um að síkka núverandi stofuglugga bak við svalahandrið og setja rennihurðir í stað þeirra. Bætt er við tveggja tommu einangrun og múrað utan á núverandi vegg til að bæta einangrun hússins. Skv. teikningum Ásgeirs Ásgeirssonar dags. 06.07.2018.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1807199 – Hádegisskarð 17-19, byggingarleyfi

      Drífa Andrésdóttir og Gylfi Andrésson sækja þann 16.07.2018 um að byggja parhús á þremur pöllum, 2 íbúðir og 2 bílageymslur á einni lóð samkvæmt teikningum Elínar G. Guðmundsdóttur dags. 13.07.2018. Mæliblað og hæðablað barst einnig.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1807205 – Gjáhella 3, breyting

      Selið Fasteignafélag ehf. sækir þann 17.07.2018 um breytingu á áður samþykktum teikningum samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 23.10.2017. Teikningar eru með stimpli frá SHS.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1805561 – Flatahraun 5b, fyrirspurn til skipulags, viðbygging

      Fagvörur ehf leggja inn fyrirspurn þann 28.05.2018 um viðbyggingu við atvinnuhúsnæði sem nemur einu bili. Bilin eru alls fjögur í dag.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki byggingarreit.

Ábendingagátt