Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

1. ágúst 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 716

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1807199 – Hádegisskarð 17-19, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsók Drífu Andrésdóttur og Gylfa Andréssonar dags 16.07.2018 um að byggja parhús á þremur pöllum, 2 íbúðir og 2 bílageymslur á einni lóð samkvæmt teikningum Elínar G. Guðmundsdóttur dags. 13.07.2018. Nýjar teikningar bárust þann 27.07.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.
      Stærð á Hádegisskarði 17, 199.1m2 og 723.1m3.
      Stærð á Hádegisskarði 19, 199.5m2 og 724.4m3.

    • 1805018 – Víðistaðatún, afnot af túni fyrir sýningarþjálfun

      Hafdís Jóna Þórarinsdóttir óskar eftir í tölvupósti dags. 18. júlí 2018 fyrir hönd Ungmennadadeildar HRFÍ að halda sýningarþjálfanir á Víðistaðatúni 13. og 20. ágúst nk. frá kl. 18-21.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar afnot af túninu á umræddum dögum og benda á að ganga skuli snyrtilega um og hirða upp eftir hunda.

    • 1705243 – Álhella 3, reyndarteikningar

      Tekið fyrir að nýju erindi Geymslusvæðisins ehf. dags. 16.5.2017 um samþykkt reyndarteikninga af húsinu, breytingar eru á 3 ökuhurðum og 3 gönguhurðum á suðurhlið
      skv. teikningum Kjartans Rafnssonar dags. 05.11.2017.
      Nýjar teikningar bárust 03.07.2018 með stimpli frá Brunahönnun og SHS.Nýjar teikningar bárust 25.7.2018 með stimpli SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1805357 – Sléttuhlíð b6, viðbygging

      Tekin fyrir að nýju umsók Sigurðar S. Einarssonar dags. 17.5. 2018 um leyfi fyrir viðbyggingu í Sléttuhlíð B6. Erindinu var synjað á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem það samræmdist ekki gildandi deiliskipulagi.
      Í tölvupósti þann 15. júní sl. óskar Sigurður Hafsteinsson byggingartæknifræðingur um breytingu á deiliskipulagi skv. uppdrætti dags. 15.06.2018.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir erindið með vísan til 2. gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1808002 – Einhella 8, breyting á deiliskipulagi

      Jón Þór Sigurðsson óskar með tölvupósti dags. 31.7. 2018 eftir afstöðu skipulags- og byggingarfulltrúa um ebreytingar á deiliskipulagi:
      Húsgerð breytist úr húsi með einhalla þaki í hús með mænisás og 4,8° þakhalla út frá mænisás.
      Hæð á mæni verði 10,2 metrar en þar við bætist opnanlegt ofanljós eftir mæni hússins, hæð ofanljóss 0,6 metrar.Hús og þar með byggingarreitur breikki úr 38,4 metrum í 40 metra.

      Afgreiðslufundur skipulas- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa með tilliti til skilmála.

    • 1712195 – Breiðhella 18, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Breiðhellu ehf dags. 14.12.17 er varðar uppbyggingu á lóðinni. Gert var ráð fyrir stækkun byggingarreits og breytingum, á innkeyrslum á lóð.
      Lagður fram deiliskipulagsuppdráttur frá Teikn arkitektaþjónustu dags. 26.06.2018 er gerir grein fyrir fyrirhuguðum breytingum.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna með vísan til 2. gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    • 1801073 – Breiðhella 14, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn fArkitekta dags. 4.1.18 um hvort leyfi fáist til að stækka lóð og koma fyrir auka byggingarmagni samkvæmt teikningum dags.25.10.17.
      Tekið var neikvætt í fyrirspurnina eins og hún lá fyrir á fundi 10.1. 2018. Lagðir fram breyttir uppdrættir dags. 28.02.2018.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    C-hluti erindi endursend

    • 1807273 – Hverfisgata 54, byggingarleyfi, kvistur og svalir

      Jón Kristján Ólason og Þorbjörg Dóra Gunnarsdóttir sækja þann 27.07.2018 um að byggja kvisti og svalir (flóttaleið) á núverandi rishæð (3.h). Einnig er sótt um að setja verönd norðanmegin á 2. hæð. Inntök eru færð úr baðherbergi og sett undir útistig með aðgangi utanfrá samkvæmt teikningum Lárusar Ragnarssonar dags. 15.06.2018.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

    • 1807274 – Selvogsgata 2, byggingarleyfi, breyting

      Linda Hannesd. Jóhannsson sækir þann 27.07.2018 um að breyta áður samþykktri viðbyggingu, í stað svala yfir viðbyggingu verði 2. hæð stækkuð sem því nemur og þak sett yfir samkvæmt teikningum Lárusar Ragnarssonar dags. 25.07.2018. Búið er að steypa grunn og botnplötu viðbyggingar. Teikningar bárust í tviríti.

      Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt