Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

8. ágúst 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 717

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1808043 – Laufvangur 1-9, breytt plötudeiling

      Húsfélagið Laufvangi 1-9 leggur inn 07.08.18 breytingu á plötudeilingu samkvæmt teikningum Reynis Kristjánssonar dag.03.05.18

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 1808052 – Krýsuvík, kvikmyndatökuleyfi ofan við hús málarans við borpallinn.

      Sigurgeir Þórðarson hjá kvikmyndafyrirtækinu Comradefilm óskar með tölvupósti dags. 7.8. 2018 eftir leyfi til að mynda stutt atriði í auglýsingu í fjallshlíðinni ofan við Krýsuvíkursamtökin. Verkið tekur um 3 tíma og er notuð ein myndavél og tveir leikarar til verksins.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa veitir leyfið með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Vakin skal athygli á að svæðið liggur við Seltún sem er mjög virkt sprengigíga- og borholusvæði. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessara kvikmyndagerðar.
      Allt rusl og drasl skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur.

    • 1808041 – Strandgata 6, stöðuleyfi

      Páll Eyjólfsson, sækir um stöðuleyfi þann 7.08.2018 fyrir 240m2 útitjald, sölubása og útisalerni við bæjarbíó fyrir tímabilið 30. ágúst til 2. sept. 2018

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir tjaldi, sölubásum og útisalernum fyrir tímabilið 30. ágúst- 2. sept. 2018 með því skilyrði að gengið verði frá svæðinu og það frágengið þann 2. sept.

    • 1805630 – Fjóluás 24, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Kristínar Bjargar Flygenring dags. 30.5. 2018 til skipulags- og byggingarfulltrúa.
      Óskað er eftir að stækka húsið við Fjóluás 24 skv. skissum KRark arkitekta er gera grein fyrir stækkuninni.
      Erindið var grenndarkynnt frá 14.6.-12.7.2018, grenndarkynningu lokið, engar athugasemdir bárust.

      Afgreiðslufundur skipulags- og bygginarfulltrúa bendir umsækjanda á að sækja um byggingarleyfi.

    • 1806373 – Vörðustígur 5, fyrirspurn, frágangur á lóð

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Hjálmara Loftssonar dags. 27.6.2018 um breytingar á lóð og endurgerð á skúr á lóðarmörkum, skúrinn er undir 15 m2 að stærð. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í erindið.

    • 1805357 – Sléttuhlíð b6, viðbygging

      Sigurður S Einarsson sækir 18.05.18 um leyfi fyrir viðbyggingu við Sléttuhlíð B6. Samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 15.05.18 Nýjar teikningar bárust 28.05.18

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010. Breyting á byggingarreit er samþykkt með vísan til 2. gr. í samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    • 1808057 – Thorsplan, vegan hátíð

      Benjamín Sigurgeirsson f.h. samtaka grænmetisæta á Íslandi sækir þann 8.8. 2018 um að vera með vegan hátíð á Thorsplani þann 12 ágúst 2018

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að veita leyfi fyrir vegan hátíð þann 12. ágúst n.k.

    C-hluti erindi endursend

Ábendingagátt