Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

15. ágúst 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 718

Mætt til fundar

 • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1806277 – Apalskarð 2-4, byggingarleyfi

   Tekið fyrir að nýju umsókn VHE ehf. um byggingu fjölsbýlishús frá 20.06.2018, samkvæmt teikningum Baldurs Ó. Svavarssonar dagsettar 2.4.2018 með stimpli frá SHS og brunahönnun. Nýjar teikningar (A100-A109) með stimpli SHS bárust þann 04.07.2018. Nýjar teikningar með stimpli SHS bárust þann 26.07.2018.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1808071 – Skipalón 1, glerlokun á íbúð 102.

   Ragnar Scheving sækir 9.8.2018 um glerlokun á íbúð 102. samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dagsettar 3.4.2018
   Stimpill frá SHS barst einnig.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið i samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1806171 – Einhella 3, byggingarleyfi

   Björg Real Estate ehf. sækir þann 12.06.2018 um leyfi til að byggja einnar hæðar iðnaðarbyggingu með milliloftum, sem skiptist upp í fimm misstór bil. Byggingin er byggð úr límtrésrömmum, en skel hússins er úr yleiningum, samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dags. 07.06.2018. Teikningar bárust í tvíriti, eitt eintakið liggur inni hjá SHS og bíður stimplunar. Teikningum fylgir bréf til byggingarfulltrúans Hafnarfjarðar, mæliblað og hæðablað. Teikningar frá Orra Árnasyni bárust með stimpli frá SHS 15.06.18

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stærð á húsi 1.725 m2 og 8.979m3

  • 1808054 – Álhella 4, reyndarteikningar

   Geymslusvæðið ehf. leggja 8.8.2018 inn reyndarteikningar af Áhellu 4. samkvæmt teikningum Kjartans Rafnssonar dagsettar júní 2018.
   Stimpill frá SHS og brunahönnun bárust einnig.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið i samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1804588 – Brattakinn 5, breyting

   Tekin fyrir að nýju umsókn Vilmars Breka Jóhannssonar dagsett 30.4.2018 um leyfi til að lækka gólf í kjallara til samþykktar á íbúð og viðbygginu til norðurs, hús klætt með standandi klæðningu samkvæmt teikningur Friðriks Friðrikssonar dagsettar 25.4.2018
   Undirskriftir nágranna bárust 13.8.2018

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið i samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stækkun 14.9m2 og 47.1m3

  • 1807020 – Hraunbrún 8, sólpallur og skjólveggur

   Tekin fyrir að nýju umsókn Vilhjálms Sigurjónssonar dagssett 2.7.18 um að reisa sólpall ásamt skjólveggjum við parhús að Hraunbrún 8

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið i samræmi við lög um mannvirki 160/2010

  • 1807192 – Ölduslóð 46, byggingarleyfi

   Tekin fyrir að nýju umsókn Eyþórs Jósepssonar dagsett 13.07.2018 um að hækka núverandi mæni, fjarlægja stromp og stækka núverndi kvist norðanmegin. Sótt er um að setja nýja þakglugga norðan og sunnan megin og nýja glugga í stað eldri á efstu hæð á sitt hvorum gafli. Nýir gluggar á gafli eru samskonar og núverandi gluggar. Einnig er sótt um að síkka núverandi stofuglugga bak við svalahandrið og setja rennihurðir í stað þeirra skv. teikningum Ásgeirs Ásgeirssonar dags. 06.07.2018. Nýjar teikningar bárust 8.8.2018. Nýjar teikningar bárust 14.8.2018.

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið i samræmi við lög um mannvirki 160/2010. stækkun 1.3m2 og 113.7m3

  • 1807101 – Hnoðravellir 16, fyrirspurn

   Guðni Magni Kristjánsson leggur fram fyrirspurn um að fá steyptan vegg og timbur/skjólvegg samþykktan sem stendur á lóðarmörkum Hnoðravalla til móts við Hvannavelli í norður. Veggurinn hefur gagnlegt hlutverk fyrir íbúa í ljósi þess að gatan er aðal umferðaræðin inn í hverfið fyrir bíla, fólk og strætó.

   Afgreiðslufundur skipulags og byggingarfulltrúa fellst ekki á núverandi hæð skjólveggs. Hæð frá götukóda má vera allt að 1.60m.

  • 1808070 – Háberg 23, breytingar á þaki og gluggum

   Sara Helga H. Franks og Einar Ólafson sækja 9.8.2018 um breytingu á þaki og gluggum samkvæmt teikningum Erlends Árna Hjálmarssonar dagsettar 31.7.2018. Einnig er hús stækkað með því að taka í notkun óútgrafin rými

   Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stækkun 26.2m2 og 103.8m3

  • 1807177 – Álfaskeið 46, fyrirspurn, geymsluskúr

   Arndís María Einarsdóttir leggur fram þann 13.07.2018 fyrirspurn um að setja upp 8,4 fm geymsluskúr við einbýlishús að Álfaskeiði 46. Skúrinn yrði staðsettur austanmegin við húsið. Eigendur vilja vita hvort þeir þurfa að sækja um leyfi fyrir þessum skúr eða hvort þeir mega setja hann niður. Meðfylgjandi eru ljósmyndir af því hvar skúrin yrði, teikning af honum og mynd. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir.

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tekur jákvætt í fyrirspurnina.

  C-hluti erindi endursend

  • 1808058 – Hvaleyrarbraut 12, byggingarleyfi

   Sýningaljós slf. sækir þann 08.08.2018 um breytingu vegna stækkunar á lóð samkvæmt teikningum Gísla G. Gunnarssonar dags. 03.08.2018.

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1808061 – Álhella 7, breyting

   Geymslusvæðið ehf. sækir þann 09.08.2018 um breytingu á deiliskipulagi lóðar og breytingu á innra skipulagi samkvæmt teikningum Gunnlaugs Björns Jónssonar dags. 20.02.2017. Teikningar stimplaðar af SHS.

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1808135 – Brekkugata 22, byggingarleyfi stækkun

   Reikniverk ehf. leggur inn 13.8.2018 teikningar af Brekkugötu 22, samkvæmt teikningum Grétars Markússonar dagsettar 8.8.2018 þar sem húsið er stækkað á neðri hæð.

   Afgreiðslu frestað, gögn ófullnægjandi.

  • 1808055 – Álhella 8, reyndarteikningar

   Geymslusvæðið ehf. leggja 8.8.2018 inn reyndarteikningar af Áhellu 8. samkvæmt teikningum Kjartans Rafnssonar dagsettar júní 2018. Stimpill frá SHS og brunahönnun bárust einnig.

   Frestað gögn ófullnægjandi

Ábendingagátt