Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

12. september 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 721

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1805350 – Miðvangur 95, svalir

      Tekin fyrir að nýju umsókn Jóns Rafns Sigurðssonar frá 18.5.2018. Sótt er um leyfi til að byggja svalir samkvæmt teikningum Jóhanns M. Kristinssonar dagsettar 17.5.2018. Nýjar teikningar bárust 7 sept. ásamt samþykki nágranna.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, stækkun 38.2m2 og 114.7m3.

    • 1804247 – Hamranes aðveitustöð, byggingarleyfi

      HS Veitur sækir um byggingarleyfi aðveitustöðvar í Hamranesi samkvæmt teikningum Jóns Ólafs Ólafssonar dags. 28.3.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    • 1808563 – Stekkjarberg 9, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn frá GG verk ehf. dags. 31.8.2018. Sótt er um að reisa fyrsta áfanga þriggja íbúða eininga raðhúss samkvæmt teikningum Gunnars Arnars Sigurðssonar dags. 27.8.2018. Nýjar teikningar bárust 11.9.2018 ásamt varmataps skýrslu.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010. Stærðir mhl. 01, raðhús er 447.0m2 og 1489.9m3. Mhl 05, bílskúr er 72.1m2 og 220.0m3.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1809224 – Álhella 18, deiliskipulagsbreyting fyrir spennistöð

      Geymslusvæðið ehf. sækir 10.9.2018 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Álhella 8 fyrir spennistöð HS veitna. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    C-hluti erindi endursend

    • 1808072 – Hlíðarþúfur, færanlegt gerði

      Erindi barst frá Húsfélaginu Hlíðarþúfum þann 1.6.2018 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja færanlegt gerði á bæjarland við Hlíðarþúfur.

      Tekið er neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi.

Ábendingagátt