Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

19. september 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 722

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1809302 – Selhella 7, byggingarleyfi og deiliskipulagsbreyting

      Vesturkantur ehf. sækir um 13.09.2018 að byggja um 1742 m2 byggingu sem skiptist í 1071 m2 lager, 520 m2 skrifstofu og matsal að Selhellu auk 43 m2 göngubrú sem tengist Selhellu 9 og tæknirými skv. teikningum Guðna Pálssonar dags. 12.09.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið i samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1809264 – Hádegisskarð 1, reyndarteikningar MHL. 01

      Hafnarfjarðarbær leggur fram teikningar 12.09.2018 Ivons Stefáns Cilia dagsettar 06.09.2018. Teikningarnar eru uppfærðar m.t.t áfangaskiptingar og með þeim áorðnu breytingum sem orðið hafa á framkvæmdastigi.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið i samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1809358 – Gullhella 1, efnisgeymsla mhl 5

      Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. sækir 18.9.2018 um að reisa stálgrindarhús samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dagsettar 31.8.2018 stimplaðar af Brunavörnum og SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið i samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1807274 – Selvogsgata 2, byggingarleyfi, breyting

      Tekin fyrir að nýju umsókn Lindu Hannesd. Jóhannsson frá 27.7.2018 um breytingu á áður samþykktri viðbyggingu. Í stað svala yfir viðbyggingu verði 2. hæð stækkuð sem því nemur og þak sett yfir samkvæmt teikningum Lárusar Ragnarssonar dags. 25.7.2018. Búið er að steypa grunn og botnplötu viðbyggingar. Nýjar teikningar bárust þann 17.9.2018.

      Með vísan til 2. gr í samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa í Hafnarfirði frá 04.5.2004 verður umsókn Lindu Hannesdóttur dags.27.7.2018 grenndarkynnt nágrönnum.

    • 1807273 – Hverfisgata 54, byggingarleyfi, kvistur og svalir

      Tekin fyrir að nýju umsókn Jóns Kristjáns Ólasonar og Þorbjargar Dóru Gunnarsdóttur frá 27.7.2018 um að byggja kvisti og svalir (flóttaleið) á núverandi rishæð (3.h.). Einnig er sótt um að setja verönd norðanmegin á 2. hæð. Inntök eru færð úr baðherbergi og sett í rými undir útistiga með aðgengi utanfrá samkvæmt teikningum Lárusar Ragnarssonar dags. 15.6.2018. Nýjar teikningar bárust 17.9.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1809376 – Hvaleyrarvatn, núvitundarskilti

      Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðaróskar eftir leyfi fyrir uppsetningu skiltis við vesturenda Hvaleyrarvatns.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar uppsetningu skiltisins.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1807259 – Sævangur 47, fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

      Ágúst Örvar Hilmarsson leggur þann 26.7.2018 inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar/stækkunar til norðurs. Áætlað er að byggja veggi á milli súla og loka þannig innskoti á húsi við enda á þvottarhúsi, baðherbergi og svefnherbergi.

      Tekið er jákvætt í erindið. Grenndarkynningar er þörf þegar fullnægjandi teikningar berast.

    • 1712195 – Breiðhella 18, fyrirspurn

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 1.8. sl. var samþykkt að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Breiðhellu 18 með vísan til 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Breytingin felst í tilfærslu á innkeyrslu inn á lóð við Breiðhellu 18 skv. fyrirspurn Breiðhellu 18 frá 14.12.2017. Breytingartillögurnar voru grenndarkynntar frá 20.8. til 17.9.2018. Engar athugasemdir bárust.

      Deiliskipulagsbreytingin er samþykkt þar sem engar athugasemdir bárust og skal málinu lokið í samræmi við heimild í samþykktum um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa í Hafnarfirði.

    • 1807238 – Selvogsgata 3, endurbygging á geymslu

      Kjartan Freyr Ásmundsson og Helga Ágústsdóttir sóttu þann 25.07.2018 um endurbyggingu á geymslu með stækkun samkvæmt teikningum Sveins Valdimarssonar dags. 16.07.2018. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann. 25.7.2018 var samþykkt með vísan til 2. gr. í Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði frá 04.05.2004 að grenndarkynna erindið. Athugasemdir vegna grenndarkynningar sem fór fram tímabilið 16.8. – 13.9.2018 bárust.

      Erindinu er vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1809340 – Álfhella 10, breyting á deiliskipulagi

      Hagtak hf. sækir þann 17.9.2018 um að snúa húsi og að bæta við útkeyrslu út á Dranghellu samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 12.9.2018.

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa er samþykkt að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Álfhellu 10 með vísan til 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    • 1809350 – Reykjavíkurvegur 78, deiliskipulagsbreyting

      Baldur Ó. Svavarsson f.h. lóðarhafa sækir þann 14.9.2018 um deiliskipulagsbreytingu vegna lóðarinnar að Reykjavíkurvegi 78. Sótt er um stækkun á byggingareit til norðurs vegna bráðabirgðatengigangs sem reisa þarf milli húsa R (mhl 06) og F (mhl 07) vegna breytinga á eignarhaldi og starfsemi á svæðinu.

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa var samþykkt að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Reykjavíkurveg 78 með vísan til 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    C-hluti erindi endursend

    • 1809306 – Sörlaskeið 24, reyndarteikningar

      Sigurður Tryggvi Sigurðsson leggur 13.9.2018 inn reyndarteikningar af Sörlaskeiði 24 unnar af Sigurþóri Aðalsteinsyni.

      Erindi frestað vantar stimpil shs.

Ábendingagátt