Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

10. október 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 725

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1810018 – Reykjavíkurvegur 50, byggingarleyfi

      Festi fasteignir sækir 28.09.2018 um breytingu innanhúss, skóli innréttaður í eldra húsnæði á jarðhæð. Samkvæmt teikningum G.Odds Víðissonar dags. 28.09.2018
      Nýjar teikningar bárust 5.10.2018

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1807026 – Hádegisskarð 23, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Helgu Bjargar Sigurðardóttur frá 3.07.2018. Sótt er um leyfi fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum, staðsteyptu klæddu að utan með ljósri áklæðningu samkvæmt teikningum Sveinbjörns Jónssonar dags. 29.06.2018.
      Nýjar teikningar bárust 08.10.2018

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1708272 – Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð 2, upptökur

      Rvk studios óska eftir í tölvupósti dags. 5. október sl. eftir leyfi til að taka upp í Krýsuvík í tengslum við gerð þáttaraðarinnar Ófærð. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunnar.

      Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Vakin skal athygli á að svæðið liggur við Seltún sem er mjög virkt sprengigíga- og borholusvæði. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessara kvikmyndagerðar.
      Allt rusl og drasl skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur og skal það í gert í samráði við landvörð í Krýsuvík. Leyfishafi skal vera í samráði við HS veitur vegna borholusvæðis.

    • 1810059 – Steinhella 10, girðing á lóð

      Advania Data Centers ehf. sækja 3.10.2018 um að breyta girðingu á lóð. Girðing verði færð á lóðarmörk vesturhlið og norður samkvæmt teikningum Davíðs Karlssonar dagsettar 1.10.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1807210 – Hlíðarás 28, breyting á innra skipulagi, veggir í garði

      Tekin fyrir að nýju umsókn Jóhanns Ögra Elvarssonar frá 18.07.2018. Sótt er um breytingu á innra skipulagi samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dagsettar 16.07.2018.
      Nýjar teikningar bárust 18.09.2018.
      Nýjar teikningar bárust 04.10.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1809456 – Smyrlahraun 6, reyndarteikning

      Tekið fyrir að nýju reyndarteikningar Smyrlahrauns 6 bárust 25.09.2018 teiknaðar af Sigurði Hafsteinssyni dags. 22.09.2018.
      Nýjar teikningar bárust 4.10.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og bendir á að skila þarf inn eignaskiptasamningi.

    • 1809482 – Vikurskarð 3, byggingarleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Gísla Ólafssonar og Maríu Elfarsdóttur um byggingarleyfi frá 26.09.2018 samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 24.09.2018.
      Nýjar teikningar bárust 4.10.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1808427 – Malarskarð 9-11, byggingarleyfi, parhús

      Tekin fyrir að nýju umsókn Sigurðar Björns Reynissonar og Dagnýjar Lóu Sigurðardóttur frá 24.08.2018 sótt er um byggingu staðsteypts parhúss með einhalla timburþaki skv. teikningum Vigfúsar Þórs Hróbjartssonar hjá VÞH Hönnun dags. 26.07.2018.
      Nýjar teikningar bárust 28.09.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1809416 – Lækjarberg 17, eignatilfærsla á geymslu

      Tekin fyrir að nýju umsókn Bjarteyar Sigurðardóttur frá 21.09.2018 skv. teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 20.09.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og bendir á að skila þarf inn eignaskiptasamningi.

    • 1805214 – Kaplahraun 20, breyting

      Tekin fyrir að nýju umsókn K20 ehf. frá 8.05.2018. Sótt er um breytingu á innra skipulagi, gluggaskipan og skráningu rýmisnúmera breytt. Teikningar bárust 7.6.2018.
      Nýjar teikningar bárust 9.10.2018 með stimpli frá SHS.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og bendir á að skila þarf inn eignaskiptasamningi.

    • 1810103 – Dalshraun 11, breytingar á brunamerkingum

      Heilsudalurinn Eignarhalds ehf. sækir 8.10.2018 um leyfi til að taka brunamerkingar á hurð milli rýma á efrihæð og veggja á neðrihæð samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dagsettar 19.09.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1810074 – Suðurgata 35b, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

      Davíð Snær Sveinsson leggur 04.10.2018 inn fyrirspurn um breytingu á byggingarreit og nýtingarhlutfall vegna fyrirhugaðrar viðbyggingu við Suðurgötu 35b.

      Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum varðandi fjarlægð frá aðliggjandi lóðarmörkum.

    • 1705014 – Skarðshlíð deilisskipulagsbreyting 3 áfangi

      Vegna breytinga á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er varðar bráðabirgðalínur háspennulínu við Hamranes færast skipulagsmörk Skarðshlíðar 3. áfanga.
      Lega breyttra skipulagsmarka Skarðshlíðar 3. áfanga er einnig í samræmi við breytingu Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 22.8.2018, vegna breyttrar legu Ásvallabrautar og einnig nýs deiliskipulags Ásvallabrautar sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 22.8.2018.
      Breytingin hefur áhrif á stærð lóðar við Stuðlaskarð 2H, sem ætluð er undir spennustöð.

      Breyting skipulagsmarka Skarðahlíðar 3. áfanga hafa ekki áhrif á aðra þætti skipulagsins og Hafnarfjarðarbær er eini hagsmunaaðilinn. Breytingin er því samþykkt í samræmi við 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    • 1807205 – Gjáhella 3, breyting

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar þann 29.8. sl. var samþykkt að grenndarkynna breytingar á lóð í samræmi við teikningar Úti og inni arkitekta. Erindið var grenndarkynnt frá 5.9. til 3.10.sl. í samræmi við 1.mgr. 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

      Engar athugasemdir bárust. Skipulagsfulltrúi samþykkir því breytingarnar og að málinu verði lokið í samræmi við 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags-og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

Ábendingagátt