Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

17. október 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 726

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1804351 – Kirkjuvegur 9, reyndarteikning

      Tekið fyrir að nýju reyndarteikningar lagðar inn af Brynjari Ingólfssyni 16.4.2018 unnar af Gunnari Loga Gunnarssyni dags. 12.4.2018. Fyrirkomulag fasteignar er óbreytt frá 2013.
      um er að ræða hús í garði.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 112/2012.

    • 1605352 – Blómvangur 1, stoðveggur og verönd

      Sigmar Ólafsson sækir um 19.5.2016 að steypa nýjan stoðvegg á lóðarmörk að sunnan og vestanverðu við húsið, ásamt nýjum tröppum og verönd að vestanverðu, samkvæmt teikningum Jóhanns Harðarsonar dagsettar 15.5.2016.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 112/2012.

    • 1808061 – Álhella 7, breyting

      Tekin fyrir að nýju umsókn frá Geymslusvæðið ehf. dags. 9.8.2018 um breytingu á deiliskipulagi lóðar og breytingu á innra skipulagi samkvæmt teikningum Gunnlaugs Björns Jónssonar dags. 20.2.2017 með stimpli SHS.
      Nýjar teikningar bárust 22.8.2018 með stimpli SHS ásamt brunahönnun. Nýjar teikningar með stimpli SHS bárust 4.9.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 112/2012 og bendir á að skila þarf inn eignaskiptasamningi.

    • 1810179 – Hvaleyrarbraut 29, breyting

      Sótt er um leiðréttingu á stærðum rýma 0101 og 0104 að Hvaleyrarbraut 29 skv. skráningartöflu dags. 8.10.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 112/2012.

    • 1810204 – Stuðlaskarð 2h, byggingarleyfi

      Sótt er um byggingu dælustöðvar vatnsveitu skv. teikningum Björns Gústafssonar dags. 28.3.2018.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 112/2012.

    C-hluti erindi endursend

    • 1810121 – Dalshraun 5, breyting á glerturni og úrgangstanki

      Brimborg ehf. sækir 10.10.2018 um breytingu á glerturni og úrgangstanki samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dagsettar 22.9.2018 með stimpli SHS.

      Frestað gögn ófullnægjandi

Ábendingagátt